Úrslit á Unglingameistaramóti TBR - RIG

Unglingameistaramót TBR var haldið um helgina en mótið var hluti af Reykjavík International Games 2014. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 56 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Keppt var í flokki U11 en sá aldurshópur er ekki á styrkleikalista Badmintonsambandsins. Þar var keppt í tveimur riðlum. Sigurvegarar í þeim voru Marjus E. Nielsen frá Færeyjum og Guðmundur Hermann Lárusson TBR. Í kvennaflokki U11 vann Adhya Nandi frá Færeyjum.

Í flokki U13 sigraði Andri Snær Axelsson ÍA í úrslitum Ari Srish Nandi frá Færeyjum 21-16 og 21-16 í einliðaleik hnokka. Mona Rasmunsdóttir frá Færeyjum vann Andreu Nilsdóttur TBR í úrslitum eftir oddalotu 21-16, 19-21 og 21-18 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Færeyingarnir Ari Miné Jacobsen og Óli Eyðsteinsson í úrslitum Jónas Djurhuus og Jónfinn Jógvansson Hansen frá Færeyjum 21-14 og 21-9. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR í úrslitum Ölmu Kentsdóttur Petersen og Sissal Thomsen frá Færeyjum 21-16 og 26-24. Í tvenndarleik unnu Ari Miné Jacobsen og Mona Rasmusdóttir frá Færeyjum í úrslitum Óla Eyðsteinsson og Lenu Mariu Joensen frá Færeyjum 21-17 og 21-14.

Í flokki U15 vann Dann Fróðason frá Færeyjum í úrslitum Brand Jákupsson frá Færeyjum 21-13 og 21-13 í einliðaleik sveina. Gunnva K. Jacobsen frá Færeyjum vann í úrslitum Marjun Á Lakjuni frá Færeyjum 21-17 og 21-6 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Færeyingarnir Andrass Dánjalsson og Dann Fróðason í úrslitum landa sína Brand Jákupsson og Dávið Hentze 24-22 og 21-13. Í tvíliðaleik meyja unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR í úrslitum Femju Miné Jacobsen og Marjun Á Lakjuni frá Færeyjum 23-21 og 29-27. Í tvenndarleik unnu Dann Fróðason og Gunnva K. Jacobsen frá Færeyjum í úrslitum Brand Jákupsson og Marjun Á Lakjuni frá Færeyjum 21-19 og 21-13.

Í flokki U17 vann Vignir Haraldsson TBR í úrslitum Davíð Phoung TBR eftir oddalotu 21-15, 17-21 og 21-19 í einliðaleik drengja. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann í úrslitum eftir oddalotu Öldu Jónsdóttur TBR 26-24, 13-21 og 21-18 í úrlistaleik í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Kolbeinn Brynjarsson og Pálmi Guðfinnsson TBR í úrslitum þá Davíð Phoung og Vigni Haraldsson TBR 21-13 og 21-19. Í tvíliðaleik telpna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR í úrslitum Öldu Jónsdóttur og Margréti Nilsdóttur TBR 21-12 og 21-10. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR í úrslitum þau Andra Árnason og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR 21-13 og 21-15.

Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR Daníel Jóhannesson TBR í úrslitum 21-18 og 21-19 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR Söru Högnadóttir TBR í úrslitum 21-18 og 21-19. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR í úrslitum Daníel Jóhannesson og Sigurð Sverri Gunnarsson TBR 21-19 og 21-15. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR í úrslitum Jónu Kristínu Hjartardóttur og Sigríði Árnadóttur TBR 21-11 og 21-10. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir TBR í úrslitum þau Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur TBR 21-18 og 21-13.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingameistaramóti TBR.

Skrifað 19. janúar, 2014
mg