Snjólaug tók þátt í sænska mótinu

Swedish Masters mótið fór fram um helgina.

Snjólaug Jóhannsdóttir tók þátt í mótinu en hún keppti í tvíliðaleik ásamt Amanda Andrén frá Svíþjóð. Þær kepptu í forkeppninni og fengu leik sinn í fyrstu umferð gegn Cecilia Bjuner frá Svíþjóð og Hidayat Uzchi Ananda frá Indónesíu gefinn.

Í annarri umferð mættu þær Stacey Guerin og Delphine Lansac frá Frakklandi og töpuðu 21-16 og 21-13.

Með því lauk þátttöku Snjólaugar í mótinu. Snjólaug keppir um næstu helgi í Iceland International sem hefst á fimmtudaginn.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Swedish Masters mótinu.

Skrifað 19. janúar, 2014
mg