Reykjavík International Games

Unglingameistaramót TBR, sem er hluti af Reykjavík International Games, verður um helgina í TBR húsunum við Gnoðarvog. Mótið, sem hefst á laugardaginn klukkan 9, er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins gefur stig á styrkleikalista unglinga.

Leikarnir hefjast formlega á morgun, föstudag, með opnunarhátíð í Bláfjöllum. Keppt verður í átta íþróttagreinum fyrri helgi leikanna, badmintoni, dansi, frjálsum íþróttum, kraftlyftingum, sundi fatlaðra, sundi og taekwondo. Seinni helgina verður keppt í 13 greinum; badmintoni en Iceland International er hluti af leikunum í fyrsta skipti, bogfimi, borðtennis, fimleikum, hjólaspretti, júdói, karate, keilu, listskautum, lyftingum, skvassi, skylmingum og þríþraut.

Á Reykjavíkurleikunum er góð fyrirlestraröð og í þetta sinn heldur einn fremsti badmintonmaður heims, Peter Gade, fyrirlestur í spurningaformi miðvikudaginn 22. janúar. Smellið hér til að sjá dagskrá fyrirlestranna. Hægt er að skrá sig á fyrirlestrara með því að smella hér.

Sunnudaginn 25. janúar verður sundlaugarpartý fyrir þátttakendur leikanna í Laugardalslauginni klukkan 19-22.

Á Unglingameistaramóti TBR verður leikið verður í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Þátttakendur eru 181 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, Samherjum, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór í Þorlákshöfn. Að auki taka 56 keppendur frá Færeyjum þátt.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 16. janúar, 2014
mg