Ni­urr÷­un Ý Iceland International birt

Rétt í þessu var niðurröðun í Iceland International mótið birt. Mótið er hluti af Reykjavík International Games og gefur stig á heimslista, þar sem það er hluti af mótaröð Badminton Europe.

Erlendir keppendur eru 72 talsins frá 20 löndum, Austurríki, Belgíu, Danmörku, Englandi, Finnlandi, Hollandi, Indlandi, Indónesíu, Írlandi,Kanada, Litháen, Malasíu, Nígeríu, Noregi, Nýja Sjálandi, Skotlandi, Tékklandi, Úkraínu, Þýskalandi og Wales auk 38 íslenskra keppanda.

Forkeppni er í einliðaleik karla en aðeins einn íslenskur keppandi, Kári Gunnarsson, komst inn í aðalkeppnina. 33 keppendur taka þátt í forkeppninni,14 erlendir keppendur og 19 íslenskir og átta komast upp úr henni inn í aðalkeppnina. Atli Jóhannesson fær þriðju röðun í forkeppninni. Maxime Moreels frá Belgíu fær fyrstu röðun í einliðaleik karla en hann er númer 107 á heimslista og var í sigurliði Þýskalands á EM landsliða 2013. Luka Wraber frá Austurríki fær aðra röðun en hann er númer 114 á heimslista. Kári Gunnarsson leikur í fyrstu umferð gegn Kian Andersen frá Danmörku en honum er raðað númer sjö inn í einliðaleik karla. Kári og Andersen eru jafnaldrar og þekkjast vel og búist er við spennandi leik þeirra á milli. Alls taka 37 útlendingar þátt í einliðaleik karla og 20 Íslendingar.

Zuzana Pavelkova frá Tékklandi fær fyrstu röðun í einliðaleik kvenna. Hún er númer 98 á heimslistanum og varð í 5.-8. Sæti USA International og Alþjóðlega finnska mótinu á árinu 2013. Hún tók þátt í síðasta Iceland International en Rússinn Natalia Perminova sló hana út í átta manna úrslitum. Næsta við Pavelkova á heimslista, númer 99, er Grace Gabriel frá Nígeríu en hún fær aðra röðun. Hún tók einnig þátt í síðasta Iceland International móti og lenti þá gegn Min Ji Lee frá Suður Kóreu sem sló hana út. Gabriel vann African Cup og Kenya International á árinu 2013. Margrét Jóhannsdóttir mætir í fyrstu umferð Alannah Stephensen frá Írlandi. Alls taka 13 útlendingar þátt í einliðaleik kvenna og níu Íslendingar.

Kevin Dennerly-Minturn og Oliver Leydon-Davis frá Nýja Sjálandi fá fyrstu röðun í tvíliðaleik karla. Þeir eru númer 57 á heimslista og unnu Alþjóðlega mexíkóska mótið árið 2013. Aðra röðun fá Mattijs Diericks og Freek Golinski frá Belgíu. Þeir eru númer 70 á heimslista. Vinningshafar Iceland International 2012, Joe Morgan og Nic Strange frá Wales eru skráðir í mótið og fá fjórðu röðun í tvíliðaleik karla en þriðju röðun fá þeir sem töpuðu úrslitaleiknum gegn þeim, Martin Campbell og Patrick MacHugh frá Skotlandi. Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson mæta í fyrstu umferð Chris Phillips og Andrew Smith frá Englandi. Alls taka 29 útlendingar þátt í tvíliðaleik karla, 14 pör auk þess sem Salim Ben Boudinar frá Skotlandi spilar með Kjartani Ágústi Valssyni. 23 Íslendingar taka þátt eða 11 pör.

Fyrstu röðun í tvíliðaleik kvenna fá Sarah Thomas og Carissa Turner frá Wales en þær eru númer 96 á heimslista. Aðra röðun fá Keady Smith og Alannah Stephenson frá Írlandi en þær eru númer 197 á heimslistanum. Íslandsmeistarnir Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir sitja hjá í fyrstu umferð og mæta sennilega í annarri umferð Caroline Black og Sinead Chambers frá Írlandi. Alls taka 14 útlendingar þátt í tvíliðaleik kvenna, 7 pör, og 12 Íslendingar eða 6 pör.

Í tvenndarleik fær par frá Nýja Sjálandi fyrstu röðun, Oliver Leydon-Davis og Susannah Leydon Davis. Þau eru númer 56 á heimslista og unnu Alþjóðlega mexíkóska mótið 2013. Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir mæta þeim í fyrstu umferð. Aðra röðun fá Ciaran Chambers og Sinead Chambers frá Írlandi en þau eru númer 308 á heimslista. Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir mæta þeim í fyrstu umferð. Alls eru 16 útlendingar, 8 pör, skráðir í tvenndarleik og 28 Íslendingar, 14 pör.

Mótið fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog og hefst á forkeppninni fimmtudaginn 23. janúar klukkan 13 og endar á úrslitum sunnudaginn 26. janúar.

Smellið hér til að nálgast niðurröðun í mótið.

Skrifa­ 15. jan˙ar, 2014
mg