Sænska fyrsta deildin

Fyrsta deildin í Svíþjóð spilar í riðlum sem skiptir eru landfræðilega og eru þrír talsins. Einar Óskarsson spilar með Täby 2, sem er í norðurriðli, og Karitas Ósk Ólafsdóttir spilar með Göteborgs BK 2 sem er í miðriðli. Svo er þriðji riðillinn sem er suðurriðill. Þetta er öðruvísi fyrirkomulag en í úrvalsdeildinni en þar mætast liðin tvisvar yfir árið, heima og að heiman.

Täby 2 er nú í þriðja sæti norðurriðilsins en liðið mætti IFK Umeå á laugardaginn og tapaði 3-5.

Einar, sem var mikilvægur fyrir lið sitt, spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, þriðja einliðaleik og annan tvíliðaleik. Einliðaleikinn lék hann gegn Morgan Åström og vann 21-11 og 21-13. Tvíliðaleikinn lék hann með Alfred Henriksson en þeir unnu eftir oddalotu Isak Asproth og Morgan Åström 21-14, 19-21 og 21-14.

Täby vann einnig fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Täby 2 og IFK Umeå.

Täby mætti einnig á laugardaginn Spånga BMK en liðin gerðu jafntefli 4-4.

Einar spilaði í þeirri viðureign annan tvíliðaleik með Arief Robin Zainuddin en þeir unnu Björn Sidfalk og Magnus Karlsson 21-16 og 21-19.

Täby 2 vann einnig fyrsta og annan einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Täby 2 og Spanga BMK.

Næsta viðureign Täby 2 er laugardaginn 15. mars næstkomandi gegn Kista BMK. Smellið hér til að sjá stöðuna í norðurriðlinum.

Göteborg BK 2 er í þriðja sæti miðriðilsins en liðið mætti Vårvindens BMK á laugardaginn en liðin skildu jöfn 4-4. Liðið mætti einnig Trollhättans BMF og vann 5-3.

Karitas spilaði ekki með liði sínu á laugardaginn. Smellið hér til að sjá úrslit viðureignar Göteborg BK 2 og Vårvindens BMK. Smellið hér til að sjá úrslit viðureignar Göteborg BK 2 og Trollhättans BMF.

Næsta viðureign Göteborg BK er laugardaginn 15. mars næstkomandi gegn Team Älvsborg. Smellið hér til að sjá stöðuna í miðriðlinum.

Skrifað 15. janúar, 2014
mg