Peter Gade með fyrirlestur og æfingar á Íslandi

Iceland International mótið er í fyrsta sinn hluti af Reykjavík International Games.

Skipuleggjandi Reykjavíkurleikanna er Íþróttabandalag Reykjavíkur, sem stendur fyrir íþróttaráðstefnu í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland. Í samvinnu þeirra og BSÍ hefur Peter Gade verið fenginn til að vera fyrirlesari á ráðstefnu RIG en hann mun segja frá hvernig hann komst á toppinn og náði að halda sér þar. Fyrirlesturinn fer fram í viðtalsformi þar sem áhorfendum gefst tækifæri á að spyrja.

 

Peter Gade

 

Gade hefur unnið fimm Evrópumeistaramót auk 22 Grand Prix mót. Hann keppti á Ólympíuleikunum árin 2000, 2004, 2008 og 2012. Hann er einn sigursælasti badmintonspilari heims en hann lagði spaðann á hilluna í lok árs 2012.

Smellið hér til að sjá dagskrá fyrirlestra á RIG.

Til að skrá sig á ráðstefnuna smellið hér.

Gade mun einnig vera með æfingar á vegum Badmintonsambandsins fyrir landsliðshópa og þjálfara.

Skrifað 14. janúar, 2014
mg