Aalborg Triton 3 endaði í fjórða sæti

Aalborg Triton 3, lið Egils Guðlaugssonar í dönsku deildinni, tapaði fyrir Aarhus AB 3 um helgina 2-11 í sjöundu og síðustu umferð deildarinnar.

Egill spilaði fyrsta einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla fyrir lið sitt.

Einliðaleikinn spilaði hann gegn Morten Toft og tapaði 21-18 og 21-17. Tvíliðaleikinn lék hann með Kristian Ødum Nielsen gegn Martin Nielsen og Martin Bundgaard. Egill og Nielsen unnu 21-12 og 21-11.

Aalborg Triton 3 vann einnig annan tvenndarleik.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

Þetta var sjöunda umferð deildinarinnar og sú síðasta. Aalborg Triton 3 endaði í fjórða sæti deildarinnar. Í umspilinu sem hefst í byrjun febrúar spilar liðið því um hvort það komist upp í 3. deild.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifað 13. janúar, 2014
mg