Nýr heimslisti - Ragna númer 53

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir hefur hækkað um tvö sæti síðan í síðustu viku og er nú númer 53 á listanum. Þá er hún númer 19 á lista yfir leikmenn frá Evrópu.

Það er góður árangur á mótinu í Grikklandi í síðustu viku sem gerir þetta að verkum. Það eru mjög fá stig sem skilja að stúlkurnar í 50.-55.sæti og því má reikna með að Ragna haldi áfram að rokka á því bili áfram. Eitt gott mót í viðbót myndi hinsvegar koma henni upp fyrir 50 að öllum líkindum.

Smellið hér til að skoða heimslistann í badminton nánar.

Skrifað 27. desember, 2007
ALS