Þjálfaranámskeið 1B var haldið um helgina

Badmintonsamband Íslands stóð fyrir þjálfaranámskeiðinu Badmintonþjálfari 1B um helgina. Námskeiðið fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, TBR húsinu og Íþróttahúsinu við Strandgötu. Kennari á námskeiðinu var Anna Lilja Sigurðardóttir.

Notast er við Badmintonbókina, kennsluskrá fyrir badminton á Íslandi, eftir Kenneth Larsen á öllum grunn námskeiðum Badmintonsambandsins. Að þessu sinni var farið í gegnum högg fyrir aldurshópinn U9 og U11. Einnig var fjallað um gulltímabil hreyfiþroskans ásamt því að nemendur fengu kynningu á badmintoníþróttaskóla og minitonkennslu.

 

Þjálfaranámskeið 1B 2014

 

Sextán þjálfarar frá fimm félögum tóku þátt frá BH, ÍA, KA, Samerjum og TBV. Meðfylgjandi mynd var tekin í lok námskeiðs. Í efri röð frá vinstri: Haukur Gylfi Gíslason, Hallgrímur Þórðarson, Helgi Grétar Gunnarsson, Róbert Ingi Huldarsson, Högni Harðarson, Erla Björg Hafsteinsdóttir, Þorgerður Hauksdóttir. Í neðri röð frá vinstri: Sigurður Eðvarð Ólafsson, Elín Ósk Traustadóttir, Garðar Hrafn Benediktsson, Eyrún Björg Guðjónsdóttir, Kristín Sif Þórarinsdóttir, Ingibjörg Sóley Einarsdóttir og Halldór Axel Axelsson. Á myndina vantar Ivalu Birnu Falck-Petersen og Sigurð Eiríksson sem þurftu að þeysast út á flugvöll til að ná flugi til Akureyrar.

Skrifað 14. janúar, 2014
mg