Metþátttaka á Iceland International

Skráningu á alþjóðlega mótið Iceland International 2014 er lokið.

Alls taka 76 erlendir keppendur þátt í mótinu sem er algjört met en flestir hafa erlendir keppendur verið 58 til þessa. Keppendurnir koma frá 22 löndum auk Íslandi; Austurríki, Belgíu, Danmörku, Englandi, Finnlandi, Hollandi, Indlandi, Indónesíu, Írlandi, Kanada, Litháen, Malasíu, Nígeríu, Noregi, Nýja Sjálandi, Rússlandi, Skotlandi, Spáni, Tékklandi, Úkraínu, Wales og Þýskalandi.

Þetta er gríðaleg aukning erlendra keppenda frá árinu 2011 en þá tóku 23 erlendir keppendur þátt. Keppendur frá Íslandi eru 38 talsins.

59 keppendur eru skráðir í einliðaleik karla, 24 í einliðaleik kvenna, 27 pör í tvíliðaleik karla, 13 pör í tvíliðaleik kvenna og 24 pör í tvenndarleik.

Forkeppni verður í einliðaleik karla en enginn íslenskur keppandi kemst beint í aðalkeppnina. 35 keppendur taka þátt í forkeppninni og keppa um átta sæti í aðalkeppninni.

Heimslistinn 2. janúar ákvað hvaða keppendum er raðað og hverjir fara í forkeppni og hverjir beint í aðalkeppnina.

Smellið hér til að sjá lista yfir keppendur á mótinu sem fer fram 23. - 26. janúar næstkomandi í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Dregið verður í mótið viku áður en það hefst. Badminton Europe sér um að draga í mótið. 

Yfirdómari mótsins er Aengus Sheerin frá Írlandi.

Skrifað 3. janúar, 2014
mg