Badmintonáriđ 2013

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2013 og nú um áramót eru helstu viðburðir ársins rifjaðir upp.

Janúar

Stjórn Badmintonsambands Íslands valdi í desember Rögnu Ingólfsdóttur og Kára Gunnarsson badmintonfólk ársins 2012. Ragna og Kári fengu viðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ásamt íþróttafólki annarra íþróttagreina. Við sama tækifæri völdu Samtök Íþróttafréttamanna Íþróttamann ársins.

Fimmta mót stjörnumótaraðar BSÍ tímabilið 2012 - 2013, Meistaramót TBR 2013, var í janúar. Í meistaraflokki stóð Íslandsmeistarinn og badmintonmaður ársins 2012, Kári Gunnarsson TBR, uppi sem sigurvegari. Einliðaleik kvenna sigraði Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Tinna Helgadóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Magnús Ingi og Tinna Helgabörn TBR. Í A-flokki sigraði Thomas Þór Thomsen TBR í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Alda Jónsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Hrund Guðmundsdóttir og Áslaug Jónsdóttir TBR unnu tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir TBR. Í B-flokki sigraði Davíð Phuong TBR í einliðaleik karla. Lína Dóra Hannesdóttir TBR sigraði einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phuong og Vignir Haraldsson TBR. Tvenndarleikinn unnu Vignir Haraldsson og Lína Dóra Hannesdóttir TBR.

Vesturlandsmótið var haldið í fyrsta sinn í Borgarnesi. Mótið var B & C mót og er fyrir aldurshópana U9 - U17.

Í fyrsta skipti var nú fært á milli flokka á miðju keppnistímabili. Aðeins einn aðili var færður á milli flokka, Thomas Þór Thomsen sem færðist upp í meistaraflokk.

Unglingameistaramót TBR var haldið í janúar en mótið var hluti af Reykjavík International Games 2013. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 39 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Keppt var í flokki U11 en sá aldurshópur er ekki á styrkleikalista Badmintonsambandsins. Sigurvegarar í flokki U11 voru Ari Nandi frá Færeyjum og Anna Alexandra Petersen TBR. Í flokki U13 sigraði Dann Fróðason frá Færeyjum í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Færeyingarnir Dann Fróðason og Olgar Fuglø. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Snær Axelsson og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA. Í flokki U15 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik sveina. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Færeyingarnir Brandur Jákupsson og Rógvi Ziskason. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR. Í flokki U17 vann Helgi Grétar Gunnarsson ÍA í einliðaleik drengja. Jóna Kristín Hjartardóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Hilmisdóttir UMFS og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Stefán Ás Ingvarsson TBR í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Stefán Ás Ingvarsson og Steinn Þorkelsson TBR. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR.

Snjólaug Jóhannsdóttir tók þátt í Alþjóðlega sænska mótinu sem fór fram í Stokkhólmi um helgina. Hún komst inn í forkeppni einliðaleiks kvenna og mætti þar Anika Dörr frá Þýskalandi. Dörr vann leikinn 21-10 og 21-10. Snjólaug keppti einnig í forkeppni tvíliðaleiks með Kristina Roman frá Svíþjóð. Þær mætti Mia Lentfer og Louise Seiersen frá Danmörku en Seiersen keppti á Iceland International 2012. Þær dönsku unnu leikinn 21-9 og 21-12.

Febrúar

Alls voru 20 lið skráð til leiks í Deildakeppni BSÍ sem var haldin fyrstu helgina í febrúar að vanda. Leiknar voru 46 viðureignir og 332 leikir í keppninni. Íslandsmeistarar liða varð TBR Hvíta-Fjöðrin en hana skipa Helgi Jóhannesson, Jónas Baldursson, Kjartan Pálsson, Kristján Huldar Aðalsteinsson, Daníel Jóhannesson, Elín Þóra Elíasdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og María Árnadóttir. TBR vann sér með því inn keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða sem fer fram í Frakklandi í sumar. TBR Piparsveinninn varð í öðru sæti, TBR Bananas, TBR/ÍA Öllarar í fjórða sæti og BH í fimmta og síðasta sæti. TBR Pésarnir eru Íslandsmeistarar liða í A-deild eftir sigur í úrslitaleik á BH Göflurum. BH Keyptir og TBR Geitungar urðu í 3. - 4. sæti. Íslandsmeistarar í B-flokki urðu TBR Skvísurnar. Í öðru sæti urðu BH Keppnisnaglar. Afturelding/TBR urðu í þriðja sæti, TBR Vinirnir í fjórða sæti, BH Unglingar í fimmta sæti og BH Flottir ráku lestina og lentu í sjötta sæti.

Unglingamót Þórs fór fram í febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Á mótinu, sem var B&C mót, var keppt í flokkum U11 - U17. Keppendur voru 128 frá níu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherja, TBS, UMFE og UMF Þór.

Evrópukeppni landsliða fór fram í Remonskoe í Rússlandi í febrúar. Fyrri leikur íslenska liðsins í riðlinum, gegn heimaþjóðinni, lauk með sigri Rússanna 5 - 0. Seinni leikurinn var gegn Búlgaríu og lauk honum með sigri Búlgaríu 4 - 1. Landsliðið skipuðu Atli Jóhannesson TBR, Egill G. Guðlaugsson ÍA, Kári Gunnarsson TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR.
Landsbankamót ÍA var haldið í febrúar en mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttur og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Snær Axelsson og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA. Andri Snær Axelsson ÍA vann þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA í einliðaleik sveina. Margrét Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. Í tvíliðaleik meyja unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í tvenndarleik unnu Andri Árnason TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Í flokki U17 vann Pálmi Guðfinnsson TBR í einliðaleik drengja. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Phuong og Vignir Haraldsson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Lína Dóra Hannesdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Daníel Jóhannesson og Thomas Þór Thomsen TBR. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Thomas Þór Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann því þrefalt á mótinu.

Badmintonsamband Íslands stóð fyrir dómaranámskeiði í febrúar. Kennarar námskeiðsins voru dómararnir María Thors og Laufey Sigurðardóttir. Námskeiðið var mjög vel sótt.

Óskarsmót KR, tvíliða- og tvenndarleikshluti, var í haldið í febrúar. Einliðaleikshluti mótsins var haldinn fyrir áramót. Mótið var hluti af stjörnumótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Keppendur eru 52 talsins frá sex félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR og UMF Skallagrími. Leikið var í meistaraflokki, A- og B-flokki en leikirnir voru 32 talsins. Sigurvegarar voru eftirtaldir: Í meistaraflokki unnu Bjarki Stefánsson og Daníel Þór Thomsen TBR í tvíliðaleik karla og Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR í tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR í tvíliðaleik karla og Hulda Lilja Hannesdóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR í tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleik unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR. Í B-flokki unnu Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna né í tvenndarleik í B-flokki.

Reykjavíkurmót fullorðinna var haldið í febrúar. Mótið var hluti af stjörnumótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki nema í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari. Hann vann einnig í tvíliðaleik karla ásamt bróður sínum Helga. Rakel Jóhannesdóttir TBR varð Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna. Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir TBR urðu Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleik unnu Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR. Atli Jóhannesson, Helgi Jóhannesson, Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir urðu því öll tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Í A-flokki sigraði Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Alda Karen Jónsdóttir TBR. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Hulda Lilja Hannesdóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Tvenndarleik unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Kristófer Darri Finnsson er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari í A-flokki. Davíð Phuong TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Einliðaleik kvenna vann Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phuong og Vignir Haraldsson TBR. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Davíð Phuong og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Davíð Phoung er þrefaldur Reykjavíkurmeistari.

Mars

Meistaramót BH var haldið í mars. Mótið var hluti af stjörnumótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik. Einliðaleik kvenna sigraði Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu bræðurnir Helgi og Atli Jóhannessynir TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Brynja Kolbrún Pétursdóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH. Tvenndarleik unnu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR. Einliðaleik kvenna vann Harpa Hilmisdóttir UMFS. Tvíliðaleik karla sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Í tvíliðaleik kvenna unnu Hulda Lilja Hannesdóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Kristján Daníelsson og Sigrún María Valsdóttir BH. Davíð Phuong TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Arna Karen Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik í B-flokki kvenna. Tvíliðaleik karla unnu síðan Davíð Phuong og Vignir Haraldsson TBR. Í tvíliðaleik kvenna var keppt í einum riðli og sigurvegarar hans voru Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Irena Rut Jónsdóttir og Daníel Þór Heimisson ÍA.

Íslandsmót unglinga var haldið á Akranesi í mars. Mótið er síðasta mót keppnistímabilsins innan Asicsmótaraðar Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Badmintonfélag Akraness hélt mótið þetta árið í samstarfi við Badmintonsamband Íslands. Keppendur voru 206 talsins frá 12 félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherja, TBKA, TBR, TBS, UDN Búðardal, UMF Skallagrími og UMF Þór. Spilaðir voru 415 leikir á Íslandsmóti unglinga. Mótsstjóri var Róbert Henn. Þrír leikmenn náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar en það voru þau Andri Snær Axelsson ÍA, Davíð Bjarni Björnsson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Lið ÍA var valið prúðasta lið mótsins. Aðrir Íslandsmeistarar eru: U-11 einliðaleikur: Þorri Jökull Þorsteinsson KR og Lív Karlsdóttir TBR. U13 einliðaleikur: Andri Snær Axelsson ÍA og Andrea Nilsdóttir TBR. U13 tvíliðaleikur: Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA og Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. U13 tvenndarleikur: Andri Snær Axelsson og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA. U15 einliðaleikur: Davíð Bjarni Björnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS. U15 tvíliðaleikur: Andri Árnason og Steinar Bragi Gunnarsson TBR/ÍA og Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. U15 tvenndarleikur: Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR. U17 einliðaleikur: Kristófer Darri Finnsson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. U17 tvíliðaleikur: Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og Jóna Kristín Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. U17 tvenndarleikur: Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. U19 einliðaleikur: Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR og Sara Högnadóttir TBR. U19 tvíliðaleikur: Daníel Jóhannesson og Thomas Þór Thomsen TBR og Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. U19 tvenndarleikur: Thomas Þór Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR.

Evrópukeppni unglinga U19 var haldið í Ankara í Tyrklandi í mars. Landslið U19 skipuðu Daníel Jóhannesson, Kristófer Darri Finnsson, Stefán Ás Ingvarsson, Thomas Þór Thomsen, Margrét Finnbogadóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sara Högnadóttir og Sigríður Árnadóttir. Þau eru öll frá TBR. Evrópukeppnin var bæði liða- og einstaklingskeppni og hófst á liðakeppninni. Alls tóku 30 lið þátt og 264 keppendur frá 30 löndum. Fyrsti leikurinn var gegn Svíþjóð, sem vann viðureignina 3 - 2. Annar leikur liðsins var gegn Englendingum sem unnu alla leikina og enduðu því leikar 5 - 0 fyrir Englandi. Síðasti leikur liðsins var gegn Króatíu sem vann okkur einnig 5 - 0. Nánari upplýsingar um Evrópukeppni U19 landsliða og úrslit í einstaklingskeppninni má lesa hér aftar í skýrslu Árna Þórs Hallgrímssonar landsliðsþjálfara.

Límtrésmót KR var haldið í mars. Mótið var hluti af stjörnumótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki en ekki náðist fjöldi í allar greinar í B-flokki. Í meistaraflokki stóð Róbert Þór Henn TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik. Einliðaleik kvenna sigraði Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Atli og Helgi Jóhannessynir TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvenndarleikinn sigruðu Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Pálmi Guðfinnsson TBR í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Alda Karen Jónsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Alda Karen Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR. Davíð Phuong TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Margrét Nilsdóttir TBR vann einliðaleik kvenna. Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR unnu tvíliðaleik karla. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki né í tvenndarleik.

U17 landslið Íslands hélt til Belgíu til keppni á VICTOR OLVE mótinu í lok mars. Landsliðið skipuðu Daníel Jóhannesson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS, Jóna Kristín Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Spilað var í þriggja manna riðlum í einliðaleik og svo í útsláttarkeppni en í hreinum útslætti í tvíliða- og tvenndarleik. Lesa má um úrslit mótsins í skýrslu Árna Þórs Hallgrímssonar landsliðsþjálfar hér aftar í skýrslunni.

Apríl

Í apríl fór Meistaramót Íslands í badminton fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið var hluti af stjörnumótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Til keppni voru skráðir tæplega 150 leikmenn frá níu félögum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur koma úr TBR eða 82 en næst fjölmennastir voru heimamenn úr Hafnarfirði sem eru 26 talsins. Aðrir keppendur koma frá Aftureldingu, Hamri, ÍA, KR, Samherja, UMF Þór og UMFS. Íslandsmeistarar í meistaraflokki urðu: Í einliðaleik Kári Gunnarsson TBR og Tinna Helgadóttir TBR. Í tvíliðaleik Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason TBR og Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í tvenndarleik: Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir TBR. Íslandsmeistarar í A-flokki urðu: Kristófer Darri Finnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS. Í tvíliðaleik: Orri Örn Árnason og Valgeir Magnússon BH og Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Í tvenndarleik: Anna Lilja Sigurðardóttir og Frímann Ari Ferdinandsson BH. Íslandsmeistarar í B-flokki urðu: Í einliðaleik: Davíð Phuong TBR og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik: Óskar Bragason og Reynir Guðmundsson KR og Anna Ósk Óskarsdóttir og Hulda Jónasdóttir BH. Í tvenndarleik: Davíð Phuong og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Íslandsmeistari í einliðaleik í Æðstaflokki var Árni Haraldsson TBR. Íslandsmeistari í einliðaleik í Heiðursflokki var Haraldur Kornelíusson TBR og í tvíliðaleik Gunnar Bollason og Haraldur Kornelíusson TBR.

Í apríl var dregið í happdrætti Badmintonsambands Íslands hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Stærsti vinninginn, ferðavinning að verðmæti 300.000 hlaut Elva Gísladóttir.

Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í apríl. Fulltrúar BSÍ á þinginu voru Laufey Jóhannsdóttir og María Skaftadóttir.

Maí

Í maí fór fram ársþing Alþjóða badmintonsambandsins í Kuala Lumpur í Malasíu. Þetta er 74. þing sambandsins og á því sátu yfir 150 fulltrúar af 179 aðildarlöndum en Kristján Daníelsson formaður Badmintonsambands Íslands sat þingið fyrir Íslands hönd. Á sama stað fór fram heimsmeistarakeppni landsliða í badminton, Sudirman Cup sem 30 lið taka þátt í. Ísland sendi ekki lið í keppnina að þessu sinni.

Vormót trimmara fór fram í TBR í maí.

Snillingamót BH fór fram í maí.

Evrópukeppni félagsliða fór fram í Beauvais í Frakklandi í maí. TBR sendi lið til keppni en liðið skipuðu Bjarki Stefánsson, Daníel Thomsen, Helgi Jóhannesson, Jónas Baldursson, Margrét Jóhannsdóttir, Sara Högnadóttir og Sigríður Árnadóttir. TBR keppti fjóra leiki í keppninni og tapaði þeim öllum fyrir liðum frá Danmörku, Sviss, Spáni og Póllandi.

Sigríður Bjarnadóttir fyrrverandi formaður Badmintonsambandsins starfaði með kvennanefnd á vegum evrópska badmintonsambandsins og sótti fund vegna þessa í Bratislava í Slóvakíu en hún sat einnig aðalfund Evrópska badmintonsambandsins sem var haldinn á sama stað.

Árni Þór Hallgrímsson ákvað að láta af störfum sem landsliðsþjálfari eftir sex ára farsælt starf. Badmintonsamband Íslands þakkar honum fyrir gott samstarf á undanförnum árum og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Júní

Fært var á milli flokka í júní. Í meistaraflokk voru færð Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR og Steinn Þorkelsson TBR. Í A-flokk voru færð Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Irena Rut Jónsdóttir ÍA, Lína Dóra Hannesdóttir TBR, Margrét Nilsdóttir TBR, Alex Harri Jónsson TBR, Daníel Þór Heimisson ÍA, Davíð Phuong TBR, Halldór Axel Axelsson ÍA og Vignir Haraldsson TBR.

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ólafur Eðvarð Rafnsson, varð bráðkvaddur fimmtugur að aldri. Hann var einnig forseti FIBA Europe. Badmintonsamband Íslands harmar andlát hans og vottar fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.

Júlí

Sumarskóli Badminton Europe var haldinn í júlí í Danmörku. Þátttakendur eru úr aldurshópnum U17 og frá Íslandi voru þeir sex talsins, Davíð Phuong TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Vingir Haraldsson TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Á þjálfaranámskeið sem var haldið meðfram búðunum fór Ivan Falck-Petersen en hann var jafnframt fararstjóri íslenska hópsins.

Æfingabúðir fyrir afreksspilara frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi voru haldnar á Akranesi í júlí. Búðirnar eru haldnar árlega og skiptast löndin þrjú á að halda þær. Þátttakendur eru úr aldurshópum U13-U17. Íslensku þátttakendurnir voru Andra Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axelsson ÍA, Erna Katrín Pétursdóttir TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Davíð Örn Harðarson ÍA, Harpa Hilmisdóttir UMFS, Róbert Ingi Huldarsson BH og Þórunn Eylands TBR. Á sama tíma var haldið þjálfaranámskeið og það sótti Helgi Jóhannesson TBR.

Ágúst

Nordic Camp æfingabúðirnar voru haldnar í Noregi þetta árið. Búðirnar eru fyrir afreksspilara í aldursflokknum U15. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Atli Már Eyjólfsson KR, Bjarni Guðmann Jónsson UMFS, Jóhannes Orri Ólafsson KR, Símon Orri Jóhannsson ÍA, Tómas Andri Jörgensson ÍA og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Þjálfaranámskeið var haldið meðfram búðunum og það sótti Irena Rut Jónsdóttir ÍA en hún var jafnframt fararstjóri íslenska hópsins.

Badmintonsambandið stóð fyrir þjálfaranámskeiði á Akureyri í ágúst. Námskeiðið var hluti af Shuttle Time verkefni Alþjóða badmintonsambandsins og er styrkt af Badminton Europe. Kennarar á námskeiðinu voru Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir þjálfarar í BH. Námskeiðið er sérhannað fyrir íþróttakennara og kennir þeim að kenna badminton í íþróttatímum skólanna. Alls tóku 22 kennarar þátt í námskeiðinu.

September

Nýtt fyrirkomulag landsliðsmála var kynnt forsvarsmönnum aðildarfélaga Badmintonsambandsins og yfirþjálfurum þeirra á formannafundi í byrjun september. Þar var einnig upplýst að þjálfurum stærstu félaganna ásamt fleirum yrði boðið að taka þátt í vinnu við að forma endanlegt fyrirkomulag afreks- og landsliðsmála. Frímann Ari Ferdinandsson, formaður Afreks- og landsliðsnefndar stýrir þessari vinnu.
Dominos mótaröðin hófst í september en Dominos er nýr styrktaraðili Badmintonsambandsins og er stjörnumótaröðin nefnd eftir þeim. Fyrsta mótið á Dominos mótaröðinni var Einliðaleiksmót TBR. Sigurvegarar á mótinu voru Margrét Jóhannsdóttir TBR og Atli Jóhannesson TBR. Eingöngu er keppt í meistaraflokki á Einliðaleiksmóti TBR.

Annað mót Dominosmótaraðar BSÍ, Haustmót KR, var í september. Mótið var tvíliða- og tvenndarleiksmót og keppt var í öllum flokkum nema B-flokki kvenna. Í meistaraflokki unnu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR í tvíliðaleik karla. Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR í tvíliðaleik karla. Í kvennaflokki sigruðu Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Þorkell Ingi Eriksson og Unnur Björk Elíasdóttir TBR. Í B-flokki var eingöngu keppt í tvíliðaleik karla. Sigurvegarar voru Georg Andri Guðlaugsson og Jón Sölmundsson BH.

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í september. Aðeins einn keppandi, Margrét Jóhannsdóttir TBR (U19), vann það afrek að verða þrefaldur Reykjavíkurmeistari, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik. Sjö einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Andri Snær Axelsson ÍA (U13) í einliða- og tvíliðaleik, Sara Júlíusdóttir TBR (U13) í einliða- og tvíliðaleik, Erna Katrín Pétursdóttir (U13) í tvíliða- og tvenndarleik, Andrea Nilsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvíliðaleik, Eysteinn Högnason TBR (U15) í tvíliða- og tvenndarleik, Margrét Nilsdóttir TBR (U15) í tvíliða- og tvenndarleik og Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR (U19) í tvíliða- og tvenndarleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í einliðaleik: Daníel Ísak Steinarsson BH (U15), Davíð Bjarni Björnsson TBR (U17), Harpa Hilmisdóttir UMFS (U17) og Stefán Ás Ingvarsson TBR (U19). Í tvíliðaleik: Davíð Örn Harðarson ÍA (U13), Anna Alexandra Petersen TMR (U13), Kjartan Örn Bogason TBR (U15), Davíð Phuong TBR (U17), Vignir Haraldsson TBR (U17), Alda Jónsdóttir TBR (U17), Daníel Jóhannesson TBR (U19) og Sara Högnadóttir TBR (U19). Í tvenndarleik: Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA (U13), Andri Broddason TBR (U13), Þórunn Eylands TBR (U15) og Kristófer Darri Finnsson TBR (U17).

Þriðja mót Dominosmótaraðarinnar, Atlamót ÍA, var í september. Í meistaraflokki vann Atli Jóhannesson TBR í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna vann Þorbjörg Kristinsdóttir TBR. Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR. Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Brynja Kolbrún Pétursdóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH. Í tvenndarleik sigurðu Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Vignir Haraldsson TBR í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna sigraði Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA. Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Þorkell Ingi Erlingsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Harpa Hilmisdóttir og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í tvenndarleik sigruðu Egill Magnússon og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Róbert Ingi Huldarsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Í einliðaleik kvenna vann Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. Í tvíliðaleik kvenna var ekki keppt. Í tvenndarleik unnu Egill Magnússon og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu.

Október

Unglingamót TBKA var haldið um í október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U17 auk einliða- og tvíliðaleiks í flokki U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U13 vann Davíð Örn Harðarson ÍA í einliðaleik hnokka. Emelía Petersen Norberg kom frá Noregi og vann einliðaleikinn í tátuflokki. Emelía vann einnig tvíliðaleik táta ásamt LÍv Karlsdóttur TBR. Andri Broddason og Gústav Nilsson TBR unnu tvíliðaleik hnokka. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Andri Broddason og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í flokki U15 vann Viktor Petersen Norberg en hann er bróðir Emelíu. Hann kom einnig, sá og sigraði á þessu móti. Hann vann í úrslitum í einliðaleik. Viktor vann einnig í tvíliðaleik ásamt Elís Þór Danssyni Aftureldingu. Þá vann Viktor tvenndarleik ásamt systur sinni Emelíu. Einliðaleik meyja vann Þórunn Eylands TBR. Tvíliðaleik meyja unnu Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA. Emelía og Viktor unnu því þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik drengja. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Tvíliðaleik telpna unnu Harpa Hilmisdóttir UMFS og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Kristófer Darri Finnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS. Kristófer og Harpa unnu því þrefalt á þessu móti. Í flokki U19 var keppt í einliðaleik og tvíliðaleik pilta. Einliðaleikinn vann Helgi Grétar Gunnarsson ÍA. Tvíliðaleikinn unnu Daníel Þór Heimisson og Halldór Axel Axelsson ÍA.

Þrír Íslendingar tóku þátt í Kista mótinu í Svíþjóð í október. Einar Óskarsson og Margrét Jóhannsdóttir kepptu í einliðaleik og saman í tvenndarleik og Karitas Ósk Ólafsdóttir keppti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Einar datt út í annarri umferð. Margrét datt einnig út í annarri umferð í einliðaleik. Karitas fékk leikinn í fyrstu umferð gefinn, vann í annarri umferð og varð að gefa leikinn í þriðju umferð vegna meiðsla. Karitas spilaði tvíliðaleik með Amanda Andrén. Þær unnu tvo leiki og komust í undanúrslit. Karitas og Hannes Andersson töpuðu í fyrstu umferð í tvenndarleik. Einar og Margrét komust í aðra umferð í tvenndarleik.

Fjórða mót Dominosmótaraðar BSÍ, Óskarsmót KR, var í október. Mótið var einliðaleiksmót en tvíliða- og tvenndarleikshluti mótsins verður í mars 2014. Í meistaraflokki hélt sigurganga Atla Jóhannessonar TBR áfram í karlaflokki og í kvennaflokki vann Margrét Jóhanndóttir TBR. Í A-flokki sigraði Pétur Hemmingsen TBR í karlaflokki og í kvennaflokki sigraði Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Kári Georgsson Aftureldingu sigraði í karlaflokki í B-flokki og ekki var keppt í B-flokki kvenna.

Vetrarmót TBR var haldið um einnig í október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U13 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA í einliðaleik hnokka. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR. Tvílitaleik táka unnu Anna Alexandra Petersen og Sara Júlíusdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Broddason og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í flokki U15 vann Daníel Ísak Steinarsson BH í einliðaleik sveina. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Elís Þór Dansson og Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu. Í tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson BH og Andrea Nilsdóttir TBR. Andrea vann þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik drengja. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Kolbeinn Brynjarsson og Pálmi Guðfinnsson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Hilmisdóttir UMFS og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Stefán Ás Ingvarsson TBR í einliðaleik pilta. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Daníel Jóhannesson og Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Margrét Jóhannsdóttir vann því þrefalt á þessu móti.

Badmintonsambandið hélt námskeið fyrir íþróttakennara á Suðurlandi föstudaginn 4. október síðastliðinn. Alls tóku 22 kennarar frá 11 skólum á Suðurlandi þátt en námskeiðið fór fram á Hvolsvelli í tengslum við Haustþing Kennarafélags Suðurlands. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Anna Lilja Sigurðardóttir.

Fimmta mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var í október. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson TBR kom frá Danmörku til að taka þátt í mótinu. Hann kom, sá og sigraði því hann sigraði báðar greinarnar sem hann tók þátt í, einliðaleik karla og tvíliðaleik karla ásamt Atla Jóhannessyni. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Íslandsmeistararnir Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Atli Jóhannesson og Jóhanna Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR. Kári Georgsson Aftureldingu sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH vann einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Haukur Gíslason Samherja. Tvíliðaleik kvenna unnu mæðgurnar Margrét Dís Stefánsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Andri Árnason TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu.

Margrét Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri BSÍ sótti Norðurlandafund í Óðinsvéum í Danmörku í október.

Nóvember

Í nóvember stóð Badmintonsambandið fyrir námskeiðinu Badmintonþjálfari 1A í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og TBR húsunum við Gnoðarvog. 15 þjálfarar tóku þátt en þeir komu frá BH, ÍA, Badmintondeild KA og Samherjum í Eyjafjarðarsveit. Á þessu fyrsta grunnnámskeiði voru leikir og ýmis spilaform sem hægt er að nota í badmintonþjálfun í aðalhlutverki en einnig var farið yfir reglur, skipulag þjálfunar o.fl. Kennarar á námskeiðinu voru Anna Lilja Sigurðardóttir, Irena Ásdís Óskarsdóttir og María Thors. Badmintonþjálfaranámskeið 1B og IC verða haldin í upphafi nýs árs.

Meistaramót BH var í nóvember. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik. Einliðaleik kvenna sigraði Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Kristinn Ingi Guðjónsson BH. Í Einliðaleik kvenna vann Alda Jónsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Frímann Ari Ferdinandsson og Kristján Daníelsson BH. Í tvíliðaleik kvenna unnu Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR. Steinar Bragi Gunnarsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu vann í einliðaleik í B-flokki kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. Í tvíliðaleik kvenna unnu Anna Ósk Óskarsdóttir og Helena Guðrún Óskarsdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Andri Árnason TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu.

Æfingabúðir voru haldnar fyrir úrtakshópa U17-U19. Búðirnar voru haldnar í TBR og í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þjálfarar voru Frímann Ari Ferdinandsson, Helgi Jóhannesson, Broddi Kristjánsson. Ástvaldur Heiðarsson hélt fyrirlestur um markmiðasetningu. Alls tóku þátt 32 úr flokki U17 og 14 úr flokki U19.
Unglingamót Aftureldingar var haldið í nóvember. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19 nema í kvennagreinum í U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir í flokki U13 Davíð Örn Harðarson ÍA í einliðaleik hnokka. Björk Orradóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA. Í tvíliðaleik táta unnu Eva Margit Atladóttir og Lív Karlsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Davíð Örn Harðarson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Í flokki U15 vann Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik sveina. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Eysteinn Högnason og Kjartan Örn Bogason TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Eysteinn Högnason og Þórunn Eylands TBR. Í flokki U17 vann Davíð Phuong TBR í einliðaleik drengja. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Kolbeinn Brynjarsson og Pálmi Guðfinnsson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Daníel Jóhannesson TBR í einliðaleik pilta. Í tvíliðaleik pilta unnu Daníel Jóhannesson og Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR. Ekki var keppt í einliða eða tvíliaðelik kvenna né tvenndarleik í flokki U19.

Desember

TBR fagnaði 75 ára afmæli sínu þann 4. desember.

Æfingabúðir voru haldnar fyrir úrtakshópa U13-U15. Búðirnar voru haldnar í TBR og í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þjálfarar voru Frímann Ari Ferdinandsson, Anna Lilja Sigurðardóttir, Andri Stefánsson og Skúli Sigurðsson. Ástvaldur Heiðarsson hélt fyrirlestur um markmiðasetningu. Alls tóku þátt 25 úr flokki U13 og 27 úr flokki U15.

Jólamót TBR var haldið í desember. Mótið er einliðaleiksmót og er hluti af Dominos unglingamótaröð BSÍ. Sigurvegar á mótinu voru eftirtalir: Í flokki U13 Brynjar Már Ellertsson ÍA og Karolina Prus KR. Í flokki U15 Andri Snær Axelsson ÍA og Andrea Nilsdóttir TBR. Í flokki U17 Steinar Bragi Gunnarsson ÍA og Harpa Hilmisdóttir UMFS. Í flokki U19 Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR.
Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Kára Gunnarsson og Tinnu Helgadóttur badmintonfólk ársins 2013. Tinna og Kári fá viðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands laugardaginn 28. desember ásamt íþróttafólki annarra íþróttagreina. Við sama tækifæri munu Samtök Íþróttafréttamanna krýna Íþróttamann ársins.

Æfingabúðir A-landsliðs, U19 og U17 landsliða voru haldnar á milli jóla og nýárs. Æfingabúðirnar voru bæði í formi fyrirlestra um næringu, markmiðasetningu og afreksíþróttamenn auk æfinga á badmintonvellinum. Að auki voru Core æfingar hópana. Alls voru boðaðir í þessar æfingabúðir 15 A landsliðsmenn, níu úr hópi U19 og 10 úr hópi U17.

Á haustönninni spiluðu fjórir íslenskir badmintonspilarar í Danmörku. Tinna Helgadóttir spilaði með Værløse sem er nú í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar og Magnús Ingi Helgason spilar með Brøndby Strand sem spilar í Danmerkurseríunni er nú í öðru sæti þeirrar deildar. Egill Guðlaugsson með Aalborg Triton 3 sem spilar í Danmerkurseríunni og er nú í 4. Sæti í deildinni. Kári Gunnarsson spilar með KBK sem spilar í annarri deild og er nú í sjötta sæti deildarinnar.

Í Svíþjóð spilar Snjólaug með Täby sem er í úrvalsdeildinni og vermir nú fimmta sæti deildarinnar. Einar Óskarsson spilar með Tåby 2 í sænsku 1. deildinni og Karitas Ósk Ólafsdóttir æfir og spilar með Göteborgs BK 2.

Auk ofangreindra viðburða á árinu 2013 fóru fram tugir badmintonmóta á vegum aðildarfélaga BSÍ.
Framundan er nýtt ár með nýjum og krefjandi verkefnum fyrir badmintonfólk um allt land. Ljóst er að árið mun einkennast af aðhaldi í rekstri eins og undanfarin ár en reynt verður eftir fremsta megni að halda hefðbundnum viðburðum sambandsins í föstum skorðum.

Fyrsta verkefni landsliðanna á nýju ári er Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða sem fer fram í Basel í Sviss í febrúar.

Stjórn og starfsfólk Badmintonsambandsins sendir badmintonfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem nú er senn á enda.

Skrifað 31. desember 2013.

Skrifađ 31. desember, 2013
mg