Úrslit Jólamóts unglinga

Jólamót unglinga var haldið um helgina. Keppt var í einliðaleik í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga.

Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Brynjar Már Ellertsson ÍA í úrslitum Magnús Daða Eyjólfsson KR 21-16 og 21-17 í flokki hnokka. Karolina Prus KR vann Önnu Alexöndru Petersen TBR í úrslitum í flokki táta eftir oddalotu 21-15, 15-21 og 21-19.

Í flokki U15 vann Andri Snær Axelsson ÍA í úrslitum Eystein Högnason TBR 21-9 og 21-19 í flokki sveina. Andrea Nilsdóttir TBR sigraði Þórunni Eylands TBR í úrslitumí flokki meyja 21-11 og 21-13.

Í flokki U17 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA Vigni Haraldsson TBR í úrslitum eftir oddalotu 10-21, 21-18 og 21-19 í flokki drengja. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann Margréti Dís Stefánsdóttur TBR í úrslitum í flokki telpna 21-13 og 21-17.

Í flokki U19 sigraði Kristófer Darri Finnsson TBR í úrslitum Eið Ísak Broddason TBR eftir oddalotu 21-9, 17-21 og 21-17 í flokki pilta. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann í flokki stúlkna en keppt var í riðlum í flokknum. Sara Högnadóttir varð í öðru sæti.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Jólamóti unglinga.

Skrifađ 21. desember, 2013
mg