Gleđileg jól

Stjórn og starfsmenn Badmintonsambands Íslands senda badmintonfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð.

Á milli jóla og nýárs eru æfingabúðir fyrir A-landsliðshóp, U19- og U17 landsliðshópa í TBR húsinu og Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Búðirnar fara fram föstudaginn 27. og laugardaginn 28. desember.

Strax eftir stærstu hátíðardagana heldur badmintonstarfið áfram. 

Meistaramót TBR fer fram helgina 4. - 5. janúar 2014 en jólamót trimmara er að þessu sinni síðasta mót ársins 2013 og fer fram sunnudaginn 29. desember 2013 en þá keppa badmintontrimmarar sín á milli í árlegu móti í TBR-húsunum.

Við hlökkum til að eiga með ykkur frábært badmintonár 2014.
Skrifađ 24. desember, 2013
mg