Dregi­ Ý Evrˇpukeppni karla- og kvennalandsli­a

Dregið var í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða í dag.

Í karlalandsliðskeppninni var dregið í sex riðla þar sem einni þjóð var raðað í hvern riðil. Íslenska karlalandsliðið lenti í þriðja riðli með Englandi, sem er raðað númer þrjú, Skotlandi og Belgíu. Ísland hefur att kappi við England fjórum sinnum og alltaf tapað 0-5, við Skotland átta sinnum, tapað sjö sinnum og unnið einu sinni og fimmtán sinnum við Belgíu, unnið níu sinnum og tapað sex sinnum.

Í kvennalandsliðskeppninni var dregið í fimm riðla þar sem einni þjóð var raðað í hvern riðil. Íslenska kvennalandsliðið dróst í annan riðil ásamt Þýskalandi, sem er raðað númer tvö og er núverandi meistari, Spáni og Lettlandi. Ísland hefur mætt Þýsklandi fimm sinnum og alltaf tapað 0-5, Spáni sex sinnum, unnið fjórum sinnum og tapað tvisvar og Lettlandi einu sinni og unnið 5-0.

Evrópukeppnin fer fram í Basel í Sviss dagana 11. - 16. Febrúar. Landsliðshópurinn verður tilkynntur í lok janúar.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í Evrópukeppni karlalandsliða.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í Evrópukeppni kvennalandsliða.

Skrifa­ 11. desember, 2013
mg