R÷­un Ý Evrˇpukeppni karla- og kvennalandsli­a ger­ kunn af Badminton Europe

Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða fer fram í Basel í Sviss dagana 11. - 16. febrúar næstkomandi. Evrópumeisturum Dana er raðað í efsta sæti í karlakeppninni en Þjóðverjum í annað sætið og Englendingum í það þriðja. Í fjórða sæti eru Rússar, Hollendingar í fimmta og Frakkar í því sjötta. Dregið verður í riðlana eftir viku í Kaupmannahöfn. 26 þjóðir taka þátt.

Í kvennakeppninni eru Danir einnig með fyrstu röðun. Evrópumeistararnir, Þjóðverjar, fá aðra röðun og Búlgarar þá þriðju. Rússar eru með fjórðu röðun og Englendingar með þá fimmtu. Í kvennakeppninni eru fimm riðlar. 21 þjóð tekur þátt.

Röðunin fer eftir heimslista Alþjóða badmintonsambandsins.

Hver röðuð þjóð vermir efsta sæti hvers riðils og eftir viku kemur í ljós hvaða þjóðum íslenska landsliðið mætir. Spilaðir verða þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir í hverri viðureign. Keppt verður í riðlum 11. - 13. febrúar, átta liða úrslit fara fram 14. febrúar, undanúrslit 15. febrúar og úrslitin 16. febrúar.

Þessum þjóðum er raðað:

Evrópukeppni karlalandsliða 2014

1. Danmörk
2. Þýskaland
3. England
4. Rússland
5. Holland
6. Frakkland

Evrópukeppni kvennalandsliða 2014

1. Danmörk
2. Þýskaland
3. Búlgaría
4. Rússland
5. England

Drátturinn fer fram miðvikudaginn 11. desember 2013 klukkan 13. Fyrst verður dregið í kvennakeppnina og síðan í karlakepnina. Hægt er að fylgjast með drættinum á YouTube síðu Badminton Europe.

Fyrir tveimur árum vann Þýskaland Danmörku í Amsterdam í kvennakeppninni og Holland lenti í þriðja sæti. Danmörk vann Þýskaland í karlakeppninni í úrslitum og England varð í þriðja sæti.

Skrifa­ 3. desember, 2013
mg