TBR fagnar 75 ára afmæli

Í dag, 4. desember 2013, fagnar Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur 75 ára afmæli sínu.

Á laugardaginn hélt TBR veglega upp á afmæli sitt í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Í tilefni af afmælinu afhenti Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, Guðmundi Adolfssyni, formanni TBR, fallegan skjöld í afmælisgjöf.

ÍSÍ veitti þremur aðilum gullmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands af þessu tilefni. Gullmerki ÍSÍ hlutu Daníel Stefánsson, Jóhannes Helgason og Unnur Einarsdóttir.

 

75 ára afmæli TBR

 

TBR heiðraði einnig aðila sem hafa unnið ötullega fyrir félagið. Gullmerki TBR hlutu Laufey Jóhannsdóttir, María Skaftadóttir, Þórhallur Einisson, Sigrún Edwald, Guðrún Gunnarsdóttir, Geir Svanbjörnsson og Þórður Bergmann.

 

75 ára afmæli TBR

 

Þá veitti ÍBR einnig viðurkenningu en gullmerki ÍBR fékk Lilja Sigurðardóttir.

 

75 ára afmæli TBR

 

Badmintonsamband Íslands óskar TBR innilega til hamingju með 75 ára afmælið og óskar félaginu velfarnaðar í framtíðinni.

Skrifað 4. desember, 2013
mg