Täby fer upp um eitt sæti eftir burst

Täby, lið Snjólaugar Jóhannsdóttur í sænsku deildinni, burstaði Skogås Bk í gær 7-0 í sjöundu umferð deildarinnar.

Snjólaug lék tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt ásamt meðspilara sínum Amanda Andrén. Þær unnu andstæðinga sína, Hanna Ekhamre og Christine Pettersson eftir oddalotu 21-12, 15-21 og 11-8.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Täby og Skogås Bk.

Eftir þessa sjöundu umferð úrvalsdeildarinnar fer Täby upp um eitt sæti og vermir nú þriðja sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í sænsku deildinni.

Næsti leikur Täby er mánudaginn 1. desember næstkomandi gegn Malmö Bmk.

Skrifað 26. nóvember, 2013
mg