Pólverjar halda fjórar Evrópukeppnir

Póllandi var í gær úthlutað fjórum Evrópukeppnum.

Í mars-apríl 2015 verður Evrópukeppni ungmenna haldin í borginni Lubin í suðvesturhluta landsins. Ári síðar, í mars 2016, verður Evrópukeppni U17 haldin á sama stað. Í febrúar 2017 verður Evrópukeppni landsliða haldin þar og árið 2018 verður Evrópukeppni félagsliða haldin í Lubin.

 

Evrópukeppnir í Lubin í Póllandi

 

Allar Evrópukeppnirnar vera haldnar í sömu höllinni sem verið er að byggja og klárast í mars næstkomandi.

Fyrsta badmintonkeppnin í húsinu verður Alþjóðlega pólska mótið í september 2014.

Skrifað 26. nóvember, 2013
mg