Meiđsli hjá Rögnu

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir ákvað í samráði við sjúkraþjálfara og þjálfara sinn að leika ekki úrslitaleikinn á alþjóðlega badmintonmótinu Hellas Victor International sem átti að fara fram í morgun.

Verkir í fæti hafa verið að ágerast að undanförnu hjá Rögnu og er nú svo komið að hún neyðist til að stoppa. Það er vissulega leiðinlegt fyrir Rögnu að ná ekki að klára mótið sem henni hefur gengið svo vel á hingað til.

Hún fær þó góð stig fyrir annað sætið sem án efa fleyta henni ofar á heimslistanum. Allar líkur eru á því að hún fari upp um 4-6 sæti eftir þennan frábæra árangur í Grikklandi en næsti heimslisti verður gefinn út fimmtudaginn 27.desember.

Ragna spilar ekki á fleiri badmintonmótum á þessu ári en alls hefur hún spilað á 18 mótum síðan í janúar.

Skrifađ 22. desember, 2007
ALS