Täby vann Kista í gćrkvöld

Täby, lið Snjólaugar Jóhannsdóttur í sænsku deildinni, sigraði Kista í sjöttu umferð deildarinnar í gærkvöldi 4-3.

Täby vann tvíliðaleik karla, báða einliðaleiki karla og tvenndarleik. Snjólaug spilaði ekki með liðinu þar sem hún tognaði fyrir rúmri viku og er að jafna sig.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Täby og Kista.

Eftir sjöttu umferð úrvalsdeildarinnar er Täby áfram í fjórða sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í sænsku deildinni.

Næsti leikur Täby er mánudaginn 25. nóvember næstkomandi gegn Skogås Bk.

Skrifađ 19. nóvember, 2013
mg