KBK fór með sigur af hólmi

KBK, lið Kára Gunnarssonar í dönsku annarri deildinni, vann leik sinn gegn Skovshoved 7-6 um helgina.

Kári lék fjórða einliðaleik og þriðja tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Henrik Koblauch og vann eftir oddalotu 18-21, 21-14 og 21-12. Tvíliðaleikinn lék hann með Bo Rafn og þeir unnu Henrik Koblauch og Rasmus Middelbo Eigtved 21-19 og 21-16. KBK Kbh. Vann einnig annan tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, þriðja einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Skovshoved 2.

Eftir umferðina er KBK Kbh. í sjötta sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í annarri deild.

Næsta viðureign KBK er sunnudaginn 8. desember gegn Hillerød.

Skrifað 18. nóvember, 2013
mg