Úrslit Meistaramóts BH

Meistaramót BH var um helgina. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik eftir úrslitaleik gegn Jónasi Baldurssyni TBR sem endaði með sigri Atla 21-13 og 21-9. Einliðaleik kvenna sigraði Margrét Jóhannsdóttir TBR eftir sigur í úrslitum á Sigríði Árnadóttur TBR 21-5 og 21-14. Tvíliðaleik karla sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR sem unnu í úrslitum Kristján Huldar Aðalsteinsson TBR og Ragnar Harðarson ÍA 21-16 og 21-14. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR Brynju Kolbrúnu Pétursdóttur TBR og Elsu Nielsen BH eftir oddalotu 21-13, 17-21 og 21-17. Tvenndarleik unnu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR er þau unnu í úrslitum Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 21-14, 19-21 og 21-16.

Í A-flokki sigraði Kristinn Ingi Guðjónsson BH en hann vann í úrslitum Davíð Bjarna Björnsson TBR 21-15 og 21-17. Í Einliðaleik kvenna vann Alda Jónsdóttir TBR Jónu Kristínu Hjartardóttur TBR í úrslitum 21-16 og 21-13. Tvíliðaleik karla sigruðu Frímann Ari Ferdinandsson og Kristján Daníelsson BH en þeir unnu í úrslitum Borgar Ægi Axelsson og Kristinn Inga Guðjónsson BH eftir æsispennandi leik 22-20 og 26-24. Í tvíliðaleik kvenna unnu Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH Hörpu Hilmisdóttur og Línu Dóru Hannesdóttur TBR í úrslitum 23-21 og 21-16. Tvenndarleikinn unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Vigni Haraldsson og Línu Dóru Hannesdóttur TBR eftir oddalotu 21-18, 17-21 og 21-12.

Steinar Bragi Gunnarsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Hauk Gíslason Samherjum í úrslitum eftir oddalotu 17-21, 21-17 og 21-14. Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu vann Ingibjörgu Sóley Einarsdóttur BH í úrslitum í einliðaleik í B-flokki kvenna 21-9 og 21-7. Tvíliðaleik karla unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA en þeir fengu úrslitaleikinn gefinn. Í tvíliðaleik kvenna unnu Anna Ósk Óskarsdóttir og Helena Guðrún Óskarsdóttir BH en þær unnu í úrslitum Margréti Dís Stefánsdóttir og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu eftir oddalotu 11-21, 23-21 og 21-12. Tvenndarleikinn unnu Andri Árnason TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu eftir oddalotu gegn Önnu Ósk Óskarsdóttur og Jón Sólmundssyni BH 14-21, 21-17 og 21-16.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti BH.

Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ verður Meistaramót TBR 4. - 5. janúar.

Skrifað 13. nóvember, 2013
mg