VŠrl°se fˇr upp um tv÷ sŠti

Fimmta og sjötta umferð í úrvalsdeildinni í Danmörku fór fram í vikunni. Værløse, lið Tinnu Helgadóttur, fór upp um tvö sæti í vikunni og er nú í sjötta sæti deildarinnar.

Í fimmtu umferð mætti Værløse Vendsyssel og vann 4-3. Værløse vann fyrsta einliðaleik karla, tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik. Eftir sex viðureignir voru liðin jöfn og þá var keppt í öðrum tvenndarleik sem Værløse vann. Tinna var ekki með í þessari umferð. Smellið hér til að sjá úrslit viðureignar Værløse og Vendsyssel.

Í sjöttu umferð mætti Værløse Solrød Strand og tapaði 3-4. Værløse vann einliðaleik kvenna, annan einliðaleik karla og tvenndarleikinn. Eftir sex viðureignir voru liðin jöfn og þá var keppt í tvíliðaleik kvenna til að skera úr um úrslitin. Værløse tapaði þeirri viðureign og varð því að sætta sig við tap í leiknum. Tinna lék ekki með liði sínu í þessari umferð. Smellið hér til að sjá úrslit viðureignar Værløse og Solrød Strand.

Spilaðir eru tveir einliðaleikir karla, einn einliðaleikur kvenna, einn tvíliðaleikur karla, einn tvíliðaleikur kvenna og einn tvenndarleikur í úrvalsdeildinni.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 8. nˇvember, 2013
mg