═slandsmeistarinn sigra­i einli­a- og tvÝli­aleikinn

Fimmta mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson TBR kom frá Danmörku til að taka þátt í mótinu. Hann kom, sá og sigraði því hann sigraði báðar greinarnar sem hann tók þátt í. Einliðaleik karla vann hann eftir úrslitaleik við Atla Jóhannesson TBR og vann 21-9 og 21-17. Tvíliðaleikinn lék hann með Atla og þeir sigruðu í úrslitum Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR eftir oddalotu 21-17, 14-21 og 21-13. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún vann í úrslitum Sigríði Árnadóttur TBR 21-6 og 21-18. Tvíliðaleik kvenna unnu Íslandsmeistararnir Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Margréti Jóhannsdóttur og Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-12 og 21-12. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Atli Jóhannesson og Jóhanna Jóhannsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR eftir spennandi oddalotu og mjög jafnan leik 19-21, 21-19 og 21-19.

Í A-flokki sigraði Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Reyni Guðmundsson KR 21-16 og 21-19. Einliðaleik kvenna vann Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Keppt var í riðli sem var mjög jafn en Jóna, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Unnu Björk Elíasdóttir TBR sigurðu allar þrjá leiki og því þurftu unnar lotur að skera úr um sigurvegarann í greininni. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR en þeir unnu í úrslitum Davíð Phuong og Vigni Haraldsson TBR eftir oddalotu 19-21, 21-7 og 21-19. Tvíliðaleik kvenna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR en þær sigurðu í úrslitum Hörpu Hilmisdóttur UMFS og Línu Dóru Hannesdóttur TBR 21-10 og 21-11. Tvenndarleikinn unnu Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR en þau unnu Þorkel Inga Eriksson og Unni Björk Elíasdóttur TBR í úrslitum 21-13 og 21-14.

Kári Georgsson Aftureldingu sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann í úrslitum Hauk Gíslason Samherja 21-14 og 21-16. Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH vann einliðaleik kvenna en hún sigraði í úrslitum Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-16 og 21-14. Tvíliðaleik karla unnu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Haukur Gíslason Samherja. Þeir sigurðu í úrslitum Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Óla Hilmarsson TBR 21-9 og 21-13. Tvíliðaleik kvenna unnu mæðgurnar Margrét Dís Stefánsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þær unnu í úrslitum Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-13 og 21-9. Tvenndarleikinn unnu Andri Árnason TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu en þau unnu í úrslitum Sigurð Eðvarð Ólafsson og Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH 21-17 og 21-12.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á TBR Opið.

Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ verður Meistaramót BH 8. - 10. nóvember.

Skrifa­ 28. oktober, 2013
mg