Fyrirkomulag afreks- og landsliđsmála veturinn 2013-2014

Veturinn 2013-2014 verður fyrirkomulag landsliðsmála með öðrum hætti en undanfarin ár. Í stað reglulegra landsliðsæfinga munu landsliðin verða boðuð í nokkrar æfingabúðir yfir tímabilið.

Fram að áramótum liggur fyrir að eftirtaldar æfingabúðir munu fara fram:
Sunnudaginn 17. nóvember mun úrtakshópur U17 og U19 æfa í TBR húsinu.
Sunnudaginn 15. desember verða æfingabúðir fyrir úrtakshóp U13 og U15.
Föstudaginn 27. og laugardaginn 28. desember verða æfingabúðir fyrir A, U19 og U17 landsliðshópa.

Æfingabúðir á vorönn verða kynntar síðar.

Ákvörðun hefur verið tekin um eftirtalin verkefni:
Iceland International í janúar.
A-landslið tekur þátt í Thomas og Über Cup í febrúar.
U19 og U17 fara í keppnis- og æfingaferð á vorönn.

Afreks- og landsliðsnefnd fer með umsjón landsliðsmála en hana skipa Frímann Ari Ferdinandsson, Guðlaugur Gunnarsson og Kristján Daníelsson.

 

Skrifađ 24. oktober, 2013
mg