Jólamót unglinga á laugardag

Hið árlega Jólamót unglinga fer fram í TBR-húsnum á morgun laugardag. Leikinn er einliðaleikur í öllum flokkum unglinga þar sem þeir sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk.

Rúmlega 80 börn og unglingar eru skráð til keppni frá fimm badmintonfélögum.

Mótið hefst kl. 10.00 en áætlað er að því ljúki um kl. 15.00. Smellið hér til að skoða niðurröðun mótsins með tímasetningum. Athugið að tímasetningar leikja eru ávalt til viðmiðunar, leikmenn þurfa að vera tilbúnir að spila tímanlega.

Skrifađ 21. desember, 2007
ALS