Tńby tapa­i fyrir Fyrisfjńdern

Lið Snjólaugar Jóhannsdóttur í sænsku deildinni, Täby, tapaði í þriðju umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið 1-6 fyrir Fyrisfjädern.

Snjólaug spilaði ekki með þar sem hún er enn að jafna sig eftir botnalangauppskurð.

Täby vann einungis tvíliðaleik kvenna en hann spiluðu fyrir hönd Täby Amanda Andrén og Clara Nistad. Þær unnu Amanda Högström og Julia Ahlstrand 16-21, 21-8 og 11-9. Aðrir leikir liðsins töpuðust. Smellið hér til að sjá úrslit þeirra. 

Eftir aðra umferð úrvalsdeildarinnar fellur Täby um eitt sæti og vermir nú sjötta sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í sænsku deildinni.

Næsti leikur Täby er miðvikudaginn 23. október næstkomandi gegn Spårvägens Bmf.

Skrifa­ 15. oktober, 2013
mg