VŠrl°se fer upp um eitt sŠti milli umfer­a

Fjórða umferð í úrvalsdeildinni í Danmörku fór fram í gærkvöldi. Værløse, lið Tinnu Helgadóttur, vann leik sinn gegn Aarhus AB 4-2.

Tinna keppti ekki fyrir hönd síns liðs í gær.

Spilaðir eru tveir einliðaleikir karla, einn einliðaleikur kvenna, einn tvíliðaleikur karla, einn tvíliðaleikur kvenna og einn tvenndarleikur í úrvalsdeildinni.

Værløse vann báða einliðaleiki karla og tvíliðaleiki karla og kvenna.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureignar Værløse og Aarhus AB.

Eftir þessa fjórðu umferð er Værløse í áttundasta sæti deildarinnar og fer upp um eitt sæti milli umferða. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 9. oktober, 2013
mg