Magn˙s Ingi spilar me­ Br°ndby Stand

Magnús Ingi Helgason skipti um lið í haust og fór frá Hillerød til Brøndby Strand. Brøndby Strand spilar í Danmerkurseríunni sem er fyrir neðan þriðju deild. Þar eru þeir nú í öðru sæti eftir þrjár umferðir. Þrjú efstu liðin eru öll með níu stig.

Í fyrstu umferð mætti Brøndby Strand Helsinge og vann með fullt hús stiga 13-0. Magnús Ingi spilaði einliðaleik á fyrsta velli og tvíliðaleik á fysta velli. Í einliðaleiknum vann hann andstæðing sinn, Thomas Rudkøbning, örugglega 21-3 og 21-15. Tvíliðaleikinn lék hann með Søren Nielsen og þeir unnu Sebastian Andersen og Tue Nielsen 21-11 og 21-11.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og Helsinge.

Í annarri umferð mætti Brøndby Strand Albertslund og vann viðureigninga 8-5. Magnús Ingi spilaði í þeirri viðureign einnig fyrsta einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn lék hann gegn Ramon Garrido og tapaði 7-21 og 6-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Søren Nielsen gegn Rene Jeppesen og Pedro Yang. Magnús Ingi og Nielsen unnu 21-10 og 21-13. Brøndby Stand vann einnig báða tvenndarleikina, fyrsta einliðaleik kvenna, þriðja einliðaleik karla, báða tvíliðaleiki kvenna og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Stand og Albertslund.

Í þriðju umferð mætti Brøndby Stand Bornholm og vann 9-4. Magnús Ingi spilaði áfram fyrsta einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla. Mótherji hans í einliðaleiknum var Kim Pedersen og Magnús vann hann örugglega 21-9 og 21-15. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Søren Nielsen gegn Michael Kjær og Tommy Jensen. Magnús og Nielsen unnu 21-10 og 21-16. Brøndby Stand vann alla einliðaleiki karla, báða tvenndarleikina og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Stand og Bornhold.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsta viðureign Brøndby Stand er laugardaginn 26. október gegn SAIF Kbh 3.

Skrifa­ 9. oktober, 2013
mg