KBK í sjötta sćti í riđlinum í annarri deild

KBK, lið Kára Gunnarssonar í dönsku annarri deildinni, er nú í 6. sæti riðilsins eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

KBK mætti fyrst Holbæk og tapaði 3-10. Kári lék ekki með liði sínu í þeirri viðureign en liðið vann fjórða einliðaleik karla og fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Holbæk.

Í annarri umferð mætti KBK Solrød Strand 3 og vann þá viðureign 7-6. Kári keppti þá tvo leiki fyrir KBK, fjórða einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn keppti hann við Phillip Ørbæk og vann 21-11 og 21-15. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Bo Rafn gegn Michael Würtz og Jeppe Bay Madsen. Kári og Rafn töpuðu 12-21 og 15-21. KBK vann fyrsta einliðaleik kvenna, annan og þriðja einliðaleik karla, fyrsta og annan tvíliðaleik karla og annan tvenndarleik liðsins.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar KBK og Solrød Strand 3.

Í þriðju umferð mætti KBK Holte og tapaði þeirri viðureign 3-10. Kári lék þriðja einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn lék hann gegn Andreas Borella og tapaði naumlega eftir æsispennandi oddalotu 21-17, 15-21 og 20-22. Tvíliðaleikinn lék hann með Rasmus Otkjær gegn Nikolaj Dylsing Olsen og Andreas Borella. Kári og Otkjær unnu leikinn 21-14 og 23-21. KBK vann einnig annan og fjórða einliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Holte.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsta viðureign KBK er 26. október gegn Greve 2.

Skrifađ 9. oktober, 2013
mg