Gott gengi í Svíţjóđ

Þrír Íslendingar tóku þátt í Kista mótinu í Svíþjóð um helgina. Einar Óskarsson og Margrét Jóhannsdóttir kepptu í einliðaleik og saman í tvenndarleik og Karitas Ósk Ólafsdóttir keppti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Í fyrstu umferð í einliðaleik mætti Einar Christoffer Ingevaldsson og vann hann örugglega 21-14 og 21-10. Í annarri umferð mætti Einar svo Per Wigselius og tapaði eftir oddalotu 21-14, 15-21 og 12-21. Margrét vann í fyrstu umferð Annette Martin 21-18 og 21-11. Í annarri umferð tapaði hún, einnig eftir oddalotu, 21-17, 14-21 og 18-21 fyrir Behnaz Pirzamanbein. Karitas fékk leikinn í fyrstu umferð gefinn og mætti í annarri umferð Amanda Andrén. Karitas vann hana eftir æsispennandi oddalotu 24-22, 19-21 og 23-21. Í þriðju umferð mætti Karitas Behnaz sem sló Margréti út. Karitas tapaði fyrri lotunni 21-10 en varð að gefa seinni lotuna þegar staðan var 6-0 vegna meiðsla. Fyrr í mótinu spilaði Karitas tvíliðaleik með Amanda Andrén. Þær unnu tvo leiki og komust í undanúrslit. Fyrst mættu þær Hanna Beskow og Anna Ohlsson og unnu 21-12 og 21-14. Svo mættu þær Malin Kullström Lisa Sjöström og unnu 21-15 og 21-18. Að lokum voru þær slegnar út, í undanúrslitum eins og áður sagði, af Uzchi Ananda Hidayat frá Indónesíu og Cecilia Bjunér frá Svíþjóð 21-9 og 21-10. Karitas og Hannes Andersson töpuðu fyrsta leik í tvenndarleiknum fyrir Joachim Areskär og Emma Johannesson 17-21 og 17-21. Einar og Margrét kepptu í fyrstu umferð við Robert Wettersten og Eva Lindquist og unnu 21-16 og 21-16. Í annarri umferð mættu þau Christian Pettersson og Amanda Andrén og töpuðu naumlega eftir oddalotu 21-11, 8-21 og 19-21. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Kista mótinu.
Skrifađ 8. oktober, 2013
mg