Nýr heimslisti - Ragna númer 20 í Evrópu

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Ragna Ingólfsdóttir hefur hækkað um eitt sæti á listanum síðan í síðustu viku og er nú númer 55. Þá er Ragna númer 20 á lista yfir leikmenn frá Evrópulöndum.

Ragna fékk nokkuð góð stig fyrir mótið sem hún tók þátt í á Ítalíu í síðustu viku og hafa þau líklega komið henni upp um þetta eina sæti.

Stigin sem Ragna fær fyrir mótið sem fram fer í Grikklandi þessa dagana koma inn í næstu viku. Allar líkur eru á að hún komist upp um einhver sæti þegar þau verða reiknuð inn.

Hægt er að skoða heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins með því að smella hér.

Skrifað 20. desember, 2007
ALS