Aalborg Triton 3 heldur toppsćtinu

Aalborg Triton 3, lið Egils Guðlaugssonar í dönsku deildinni, vann í gæra Øster Hurup 7-6.

Egill spilaði einliðaleik karla á þriðja velli og tvíliðaleik karla, einnig á þriðja velli.

Einliðaleikinn vann Egill örugglega 21-5 og 21-13. Mótherji hans var Thorsten Ivarsen.

Tvíliðaleikinn spilaði Egill með Anders Buus Jensen gegn Thorsten Iversen og Casper Bonde. Egill og Jensen unnu 21-16 og 21-11.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

Eftir leikinn og þessa þriðju umferð er Aalborg Triton 3 áfram í fyrsta sæti deildarinnar með átta stig. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsti leikur Aalborg Triton 3 er laugardaginn 26. október gegn Beder-Malling.

Skrifađ 7. oktober, 2013
mg