Úrslit Unglingamóts TB-KA

Unglingamót TB-KA var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U17 auk einliða- og tvíliðaleiks í flokki U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U13 vann Davíð Örn Harðarson ÍA Brynjar Má Ellertsson ÍA í úrslitum 21-18 og 21-13 í einliðaleik hnokka. Emelía Petersen Norberg kom frá Noregi og vann einliðaleikinn í tátuflokki auðveldlega. Hún vann Katrínu Evu Einarsdóttur ÍA í úrslitum 21-5 og 21-7. Emelía vann einnig tvíliðaleik táta ásamt LÍv Karlsdóttur TBR en þær unnu í úrslitum Önnu Alexöndru Petersen, frænku Emelíu, og Söru Júlíusdóttur TBR 21-15 og 21-9. Andri Broddason og Gústav Nilsson TBR unnu tvíliðaleik hnokka er þeir unnu í úrslitaleik Árna Hauk Þorgeirsson og Janus Þorsteinsson Roelfs frá TBS 21-13 og 21-11. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Andri Broddason og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Brynjar Má Ellertsson og Katrínu Evu Einarsdóttur ÍA 21-12 og 21-9.

Í flokki U15 vann Viktor Petersen Norberg en hann er bróðir Emelíu. Hann kom einnig, sá og sigraði á þessu móti. Hann vann í úrslitum í einliðaleik Símon Orra Jóhannsson ÍA 21-9 og 21-7. Viktor vann einnig í tvíliðaleik ásamt Elís Þór Danssyni Aftureldingu en þeir unnu í úrslitum Daníel Ísak Steinarsson og Þórð Skúlason BH 21-11 og 21-14. Þá vann Viktor tvenndarleik ásamt systur sinni Emelíu en þau unnu í úrslitum Daníel Ísak Steinarsson BH og Andreu Nilsdóttur TBR 21-19 og 21-11. Einliðaleik meyja vann Þórunn Eylands TBR er hún lagði í úrslitum Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-17 og 21-16. Tvíliðaleik meyja unnu Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA en þær unnu í úrslitum eftir oddalotu Andreu Nilsdóttur og Ernu Katrínu Pétursdóttur TBR 21-17, 15-21 og 21-18. Systkinin Emelía og Viktor unnu því þrefalt á mótinu.

Í flokki U17 vann Kristófer Darri Finnsson TBR Pálma Guðfinnsson TBR í úrslitum 21-10 og 21-12 í einliðaleik drengja. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann Öldu Jónsdóttur TBR eftir hörkuspennandi úrslitaleik sem endaði með oddalotu 21-18, 11-21 og 22-20 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Kolbein Brynjarsson og Pálma Guðfinnsson TBR 21-16 og 21-14. Tvíliðaleik telpna unnu Harpa Hilmisdóttir UMFS og Lína Dóra Hannesdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Öldu Jónsdóttur og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 22-20 og 21-18. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Kristófer Darri Finnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS en þau unnu í úrslitum Davíð Bjarna Björnsson og Öldu Jónsdóttur TBR eftir oddalotu 19-21, 21-15 og 21-12. Kristófer og Harpa unnu því þrefalt á þessu móti.

Í flokki U19 var keppt í einliðaleik og tvíliðaleik pilta. Einliðaleikinn vann Helgi Grétar Gunnarsson ÍA er hann vann Daníel Þór Heimisson ÍA 21-8 og 21-16. Tvíliðaleikinn unnu Daníel Þór Heimisson og Halldór Axel Axelsson ÍA en í flokknum var keppt í riðli.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Afmælismóti TB-KA.

Skrifađ 7. oktober, 2013
mg