Íslendingar spila á sænsku móti um helgina

Margrét Jóhannsdóttir, Karitas Ósk Ólafsdóttir og Einar Óskarsson munu taka þátt í Kista mótinu í Svíþjóð um helgina.

Margrét og Karitas Ósk keppa báðar í einliðaleik. Margrét mætir í fyrstu umferð Anette Martin frá Svíþjóð en Karitas Ósk fékk fyrsta leik sinn gefinn og mætir í annarri umferð Amanda Andrén frá Svíþjóð. 

Einar keppir einnig í einliðaleik og hann mætir í fyrstu umferð Christoffer Ingevaldsson frá Svíþjóð.

Í tvíliðaleik spilar Karitas Ósk með Amanda Andrén í tvíliðaleik en þær mæta í fyrstu umferð Hanna Beskow og Anna Ohlsson frá Svíþjóð.

Margrét og Einar spila saman tvenndarleik og mæta í fyrstu umferð Robert Wettersten og Eva Lindqvist frá Svíþjóð. Karitas Ósk spilar tvenndarleik með Kevin Nilsson en þau mæta í fyrstu umferð Christian Fernström og HAnna Ekhamre frá Svíþjóð.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í mótinu.

Skrifað 3. oktober, 2013
mg