Tńby tapa­i gegn Kista Ý sŠnsku deildinni

Lið Snjólaugar Jóhannsdóttur í sænsku deildinni, Täby, tapaði fyrstu viðureign sinni í vetur 1-6 er það mætti Kista.

Snjólaug spilaði ekki með þar sem hún var að koma úr botnalangauppskurði og fyrir vikið missir hún af fyrstu 3-4 leikjum liðsins.

Täby vann einliðaleik karla þegar Mathias Wigardt vann Sakti Kusuma 21-11 og 21-15. Einnig voru spilaðir annar einliðaleikur karla, einn einliðaleikur kvenna, tveir tvíliðaleikir karla, einn tvíliðaleikur kvenna og einn tvenndarleikur.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Täby og Kista.

Eftir fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar er Täby í sjötta sæti deildarinnar. Smellið hér til aðsjá stöðuna í sænsku deildinni.

Badmintonsambandið vonar að Snjólaug nái sér fljótt og örugglega.

Skrifa­ 3. oktober, 2013
mg