Afreks- og landsliđsmál

Nýtt fyrirkomulag landsliðsmála var kynnt forsvarsmönnum aðildarfélaga Badmintonsambandsins og yfirþjálfurum þeirra á formannafundi í byrjun september.

Þar var einnig upplýst að þjálfurum stærstu félaganna ásamt fleirum yrði boðið að taka þátt í vinnu við að forma endanlegt fyrirkomulag afreks- og landsliðsmála.

Frímann Ari Ferdinandsson, formaður Afreks- og landsliðsnefndar stýrir þessari vinnu sem nú er í gangi.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar þær liggja fyrir.

Skrifađ 2. oktober, 2013
mg