Ţjálfaranámskeiđ

Í vetur mun Badmintonsamband Íslands standa fyrir þremur þjálfaranámskeiðum, Badmintonþjálfara 1A, Badmintonþjálfara 1B og Badmintonþjálfara 1C. Námskeiðin verða haldin á Höfuðborgarsvæðinu ef næg þátttaka fæst en lágmarksfjöldi skráninga er átta þjálfarar. Kennari á námskeiðunum verður Anna Lilja Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og badmintonþjálfari og mun hún fá til liðs við sig fleiri reynda badmintonþjálfara.

Tímasetningar
Badmintonþjálfari 1A - 1. - 3. nóvember 2013 - Síðasti skráningardagur 25. október
Badmintonþjálfari 1B - 10. - 12. janúar 2014 - Síðasti skráningardagur 3. janúar
Badmintonþjálfari 1C - 28. febrúar - 2. mars 2014 - Síðasti skráningardagur 21. febrúar

Öll námskeiðin verða kennd á höfuðborgarsvæðinu og verður nánari dagskrá og staðsetning tilkynnt þegar nær dregur og þátttaka liggur fyrir. Hvert námskeið er 20 kennslustundir og verður þeim skipt niður á tvo til þrjá daga.

Kostnaður
1A kr. 16.000
1B kr. 12.000
1C kr. 12.000
Öll námskeiðin keypt í einu kr. 34.000,-

Badmintonbókin - Kennsluskrá BSÍ eftir Kenneth Larsen er innifalin í námskeiðsgjaldi Badmintonþjálfara 1A. Bókin er notuð til kennslu á öllum þjálfaranámskeiðum BSÍ. Í lausasölu kostar bókin 5.000 kr.

Inntökuskilyrði
Lágmarksaldur til þátttöku í þjálfara 1 er 16 ár. Til að geta tekið þjálfara 1B þurfa þjálfarar að hafa lokið námskeiði 1A og til að geta tekið 1C þarf að ljúka bæði 1A og 1B. Að stigi 1 loknu á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi.

Íþróttahreyfingin hefur samræmt kerfi er við kemur menntun þjálfara. ÍSÍ sér um að kenna almennan hluta námsins en BSÍ sér um sérhæfðan badmintonhluta. Upplýsingar um almennan hluta ÍSÍ má nálgast á heimasíðunni www.isi.is.

Badmintonhreyfingin á Íslandi er ekki mjög stór og því ekki oft hægt að halda sömu námskeiðin. Hvetjum ykkur til að nýta námskeiðin sem nú verða í boði og senda unga og efnilega þjálfara á námskeið ásamt þeim sem vilja rifja upp og/eða læra nýjar aðferðir.

Skráningar óskast sendar á netfangið bsi@badminton.is með upplýsingum um nafn og kennitölur þátttakenda ásamt upplýsingum um kennitölu greiðanda.

Skrifađ 2. oktober, 2013
mg