VŠrl°se tapa­i fyrir Team SkŠlsk°r-Slagelse

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, tapaði öðrum leik sínum á tímabilinu 2-4 er liðið atti kappi við Team Skælskør-Slagelse.

Tinna keppti ekki fyrir hönd síns liðs í gær.

Spilaðir eru tveir einliðaleikir karla, einn einliðaleikur kvenna, einn tvíliðaleikur karla, einn tvíliðaleikur kvenna og einn tvenndarleikur í úrvalsdeildinni.

Værløse vann viðureignir í einliðaleik karla þegar Kasper Ipsen vann Kim Bruun í oddalotu 21-18, 19-21 og 21-13 og tvíliðaleik kvenna þegar Tine Baun og Camilla Sørensen unnu Mie Schjøtt-Kristensen og Mette Poulsen 21-14 og 21-17. Værløse gaf tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit annarar umferðar úrvalsdeildarinnar.

Eftir aðra umferð er Værløse í níundasta sæti deildarinnar og fellur um tvö sæti milli umferða.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 25. september, 2013
mg