Margrét Jóhannsdóttir er ţrefaldur Reykjavíkurmeistari

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR á laugardaginn.

Aðeins einn keppandi, Margrét Jóhannsdóttir TBR (U19), vann það afrek að verða þrefaldur Reykjavíkurmeistari, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik.

Sjö einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Andri Snær Axelsson ÍA (U13) í einliða- og tvíliðaleik, Sara Júlíusdóttir TBR (U13) í einliða- og tvíliðaleik, Erna Katrín Pétursdóttir (U13) í tvíliða- og tvenndarleik, Andrea Nilsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvíliðaleik, Eysteinn Högnason TBR (U15) í tvíliða- og tvenndarleik, Margrét Nilsdóttir TBR (U15) í tvíliða- og tvenndarleik og Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR (U19) í tvíliða- og tvenndarleik.

Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru:
Í einliðaleik: Daníel Ísak Steinarsson BH (U15), Davíð Bjarni Björnsson TBR (U17), Harpa Hilmisdóttir UMFS (U17) og Stefán Ás Ingvarsson TBR (U19).
Í tvíliðaleik: Davíð Örn Harðarson ÍA (U13), Anna Alexandra Petersen TMR (U13), Kjartan Örn Bogason TBR (U15), Davíð Phuong TBR (U17), Vignir Haraldsson TBR (U17), Alda Jónsdóttir TBR (U17), Daníel Jóhannesson TBR (U19) og Sara Högnadóttir TBR (U19).
Í tvenndarleik: Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA (U13), Andri Broddason TBR (U13), Þórunn Eylands TBR (U15) og Kristófer Darri Finnsson TBR (U17).

Úrslit leikja á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast með því að smella hér.

Skrifađ 23. september, 2013
mg