Úrslit Haustmóts KR

Annað mót stjörnumótaraðar BSÍ, Haustmót KR, var í gær. Mótið var tvíliða- og tvenndarleiksmót og keppt var í öllum flokkum nema B-flokki kvenna.

Í meistaraflokki unnu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR í tvíliðaleik karla en þeir unnu í úrslitum Kristján Huldar Aðalsteinsson TBR og Ragnar Harðarson ÍA 21-11 og 21-14.

Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þær sigurðu í úrslitum Brynju Kolbrúnu Pétursdóttur og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH 21-16 og 21-17.

Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Atla Jóhannessyni og Jóhönnu Jóhannsdóttur TBR. Leikurinn fór í oddalotu sem hélst jöfn þar til staðan var 21-21. Síðustu tvö stigin féllu Daníel og Margréti í hag og þau unnu með því leikinn.

Í A-flokki sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR í tvíliðaleik karla. Þeir unnu í úrslitum Davíð Phuong og Vigni Haraldsson TBR 21-17 og 21-17.

Í kvennaflokki sigruðu Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími og Lína Dóra Hannesdóttir TBR er þær lögðu að velli í úrslitum Elisabeth Christensen og Jónu Kristínu Hjartardóttur TBR 18-21, 21-19 og 21-14.

Í tvenndarleik unnu Þorkell Ingi Eriksson og Unnur Björk Elíasdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Davíð Phuong og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 23-21 og 21-13.

Í B-flokki var eingöngu keppt í tvíliðaleik karla. Sigurvegarar voru Georg Andri Guðlaugsson og Jón Sölmundsson BH en þeir unnu Egil Þór Magnússon og Kára Georgsson Aftureldingu 21-15 og 24-22.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Haustmóti KR.

Næsta mót í mótaröð BSÍ verður Atlamót ÍA þann 28. september næstkomandi.

Skrifađ 16. september, 2013
mg