Hiller°d sigra­i Solr°d Strand 3

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku annarri deildinni, vann fyrsta leik sinn á tímabilinu þegar þeir lögðu Solrød Strand (3) 8-5.

Magnús Ingi spilaði ekki fyrir liðið í þessum leik.

Spilaðir eru fjórir einliðaleikir karla, tveir einliðaleikir kvenna, þrír tvíliðaleikir karla, tveir tvíliðaleikir kvenna og tveir tvenndarleikir í hverri viðureign.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fyrstu umferð annarrar deildar. 

Eftir þessa fyrstu umferð er Hillerød í öðru sæti deildarinnar. Næsta viðureign Hillerød verður sunnudaginn 22. september gegn Holte.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 9. september, 2013
mg