Ragna komin í 8-liđa úrslit í Grikklandi

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir sigraði í dag þýsku stúlkuna Carola Bott á alþjóðlega badmintonmótinu Hellas Victor International sem fram fer í Thessaloniki í Grikklandi þessa dagana. Ragna byrjaði leikinn illa og tapaði fyrstu lotunni 15-21 en sigraði næstu tvær örugglega 21-11 og 21-10. Fyrr í dag sigraði Ragna örugglega dönsku stúlkuna Lotte Bonde.

Ragna er því komin áfram í átta liða úrslit mótsins en þau fara fram í fyrramálið. Í átta liða úrslitum mætir Ragna Karin Schnaase frá Þýskalandi. Það er erfitt að meta getu Karinar fyrirfyrirfram því hún hefur ekki tekið þátt í alþjóðlegum mótum að undanförnu og er því ekki inná heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Það er þó ljóst að þegar svo langt er komið í alþjóðlegu móti að andstæðingarnir eru sterkir. Karin sigraði andstæðing sinn í undankeppni mótsins í gær og hefur sigrað tvo andstæðinga í dag líkt og Ragna.

Smellið hér til að skoða úrslit Hellas Victor International.

Skrifađ 19. desember, 2007
ALS