Mótaröđ Badmintonsambandsins hefst á morgun

Fyrsta mót vetrarins, Einliðaleiksmót TBR, er á morgun, föstudagskvöldið 6. september og hefst klukkan 18.

Mótið er það fyrsta í mótaröð Badmintonsambandsins en mótin eru alls ellefu á þessu keppnistímabili sem hefst á morgun.

Á þessu móti er eingöngu keppt í einliðaleik í meistaraflokki.

Alls eru 16 keppendur skráðir til leiks í meistaraflokki karla og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Atli Jóhannesson TBR fær röðun númer eitt og Róbert Þór Henn TBR númer tvö. Mikil nýliðun er í meistaraflokki karla þetta tímabilið en eins og kunnugt er lagði Helgi Jóhannesson spaðann á hilluna eftir síðasta keppnistímabil.

Átta keppendur eru skráðir til leiks í meistaraflokki kvenna og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Margrét Jóhannsdóttir TBR fær röðun númer eitt og Sara Högnadóttir númer tvö. Rakel Jóhannesdóttir sem endaði efst á styrkleikalista síðasta vor tekur ekki þátt í mótinu.

Skrifađ 5. september, 2013
mg