Danska deildin hefst í kvöld

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, spilar sinn fyrsta leik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið mætir Odense OBK. Tinna er ekki í liðinu sem mætir Odense í kvöld.

Spilaðir verða tveir einliðaleikir karla, einn einliðaleikur kvenna, sitthvor tvíliðaleikurinn og einn tvenndarleikur.

Smellið hér til að sjá fleiri viðureignir fyrstu umferðar úrvalsdeildarinnar.

Hægt er að fylgjast með live score með því að smella hér.

Hillerød, lið Magnúsar Inga, á fyrsta leik sinn sunnudaginn gegn Solrød Strand. Aalborg Triton3, lið Egils Guðlaugssonar, á fyrsta leik sinn á laugardaginn gegn Randers BK2.

Skrifađ 3. september, 2013
mg