Alţjóđleg ţjálfararáđstefna í Hollandi

Alþjóðleg þjálfararáðstefna sem ber yfirskriftina „Hvernig getum við þjálfað badmintonspilara í að ná Ólympíudraumi sínum" fer fram meðfram Hollenska opna mótinu þann 12. október næstkomandi.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Poul-Erik Høyer ólympíugullmethafi og forseti Alþjóða badmintonsambandsins, Claus Poulsen fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, Peter Gade fyrrum heimsmeistari og Bettine Vriwsekoop fyrrum Evrópumeistari í borðtennis.

Poul-Erik Høyer vann Ólympíugullið í einliðaleik karla auk þess að vinna All England árið 1995 og 1996. Hann mun ræða um sýn Alþjóða badmintonsambandsins á íþróttina og hvernig á að halda henni með alþjóðlegri íþrótt sem á fastan sess á Ólympíuleikum.

Claus Poulsen ráðgjafi hollenska badmintonsambandsins og fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur og Hollands mun fjalla um hvað á að þjálfa til að verða ólympískur badmintonspilari.

Peter Gade fyrrum heimsmeistari, fimmfaldur Evrópumeistari, margfaldur silfur- og bronsmethafi og keppandi á fjórum Ólympíuleikum mun fjalla um hvað hann gerði til að komast á toppinn og haldast þar.

Bettine Vriesekoop fyrrum Evrópumeistari í borðtennis mun fjalla um sögu sína og mismunandi leiðir til að þjálfa. Hennar megin áhersla verður á hugarfar og lífsstíl.

Ráðstefnan fer fram í badmintonhöllinni í Almere í Hollandi. Kostnaður fyrir ráðstefnuna, gistingu, hádegis- og kvöldmat á laugardeginum er 110 evrur á mann fyrir tveggja manna herbergi og 125 evrur fyrir einstaklingsherbergi. Skráning er til 5. september.

Áhugasamir hafi samband við Clemens Wortel, netfang info@badminton.nl

Skrifađ 27. ágúst, 2013
mg