Heimsmeistarar í badminton

Heimsmeistaramót í badminton var haldið í Guangzhou í Kína nú í ágúst.

Í einliðaleik karla varð Kínverjinn Lin Dan heimsmeistari eftir að hann hafði sigrað Chong Wei Lee frá Malasíu eftir oddalotu 16-21, 21-13 og 20-17 og þá gafst Lee upp. Lin Dan er þar með bæði heimsmeistari og ólympíumeistari. Þetta má teljast ótrúlegur árangur þar sem Dan Lin hefur ekki keppt í badminton síðan á Ólympíuleikunum í London fyrir ári síðan. Daninn Jan O Jorgensen náði lengst allra Evrópubúa en hann féll úr leik í átta manna úrslitum.

Í einliðaleik kvenna sigraði hin unga taílenska Ratchanok Intanon 22-20, 18-21 og 21-14 á móti Xuerui Li frá Kína. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill taílendinga en þessi unga 18 ára stúlka ætlar sér sigur á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún er að auki yngsti heimsmeistari í badminton frá upphafi. Spánverjinn Carolina Marin náði lengst allra Evrópubúa en hún komst í átta manna úrslit.

Í tvíliðaleik karla mættust Mohammad Ahsan og Hendra Setiawan frá Indónesíu og Mathias Boe og Carsten Mogensen frá Danmörku. Mohammad og Hendra unnu leikinn 21-13 og 23-21.

Í tvíliðaleik kvenna kepptu Xiaoli Wang og Yang Yu frá Kína á móti Hye Won Eom og Ye Na Jang frá Suður-Kóreu. Wang og Yu sigruðu leikinn erftir oddalotu 21-14, 18-21 og 21-8. Christina Pedersen og Kamilla Rytter Juhl frá Danmörku komust lengst allra Evrópubúa en þær töpuðu fyrir heimsmeisturunum í undanúrslitum.

Í tvenndarleik sigruðu Tontowi Ahmad og Liliyana Natsir frá Indónesíu Chen Xu og Jin Ma frá Kína 21-13, 16-21 og 22-20. Lengst Evrópubúa komust pör frá Rússlandi og Danmöru í 16 liða úrslit.

Skrifað 13. ágúst, 2013
mg