Stífar æfingar á Nordic Camp

Íslensku þátttakendurnir í Nordic Camp æfingabúðunum, Atli Már Eyjólfsson KR, Bjarni Guðmann Jónsson UMFS, Jóhannes Orri Ólafsson KR,  Tómas Andri Jörgensen ÍA, Símon Orri Jóhannsson ÍA og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA, fóru til Noregs í gær ásamt Irenu Rut Jónsdóttur þjálfara ÍA. Þau flugu til Oslóar og keyrðu þaðan til Kristianshavn en þar fara æfingabúðirnar fram.

 

Nordic Camp 2013, Irena Rut, Tómas Andri. Úlfheiður Embla, Símon Orri, Bjarni Guðmann og Atli Már

 

Dagskrá búðanna er stíf en æft er frá klukkan 9 á morgnanna til 21:30 á kvöldin með matarhléum inn á milli. Búðirnar standa fram á sunnudag.

Irena Rut tekur þátt í þjálfaranámskeiði sem fer fram meðfram búðunum og er jafnframt fararstjóri hópsins.

Skrifað 1. ágúst, 2013
mg