Ragna sigrađi Lotte Bonde

Alþjóðlega badmintonmótið Hellas Victor International fer fram í Thessaloniki í Grikklandi þessa vikuna. Fyrstu umferð í einliðaleik kvenna var að ljúka rétt í þessu en þar sigraði Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir dönsku stúlkuna Lotte Bonde örugglega 21-13 og 21-10.

Í næstu umferð sem hefst kl. 15.20 að íslenskum tíma mætir Ragna þýsku stúlkunni Carola Bott. Carola er þriðja besta einliðaleikskona Þjóðverja og er númer 101 á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Hún hefur náð ágætis árangri á alþjóðlegum mótum á síðstliðnu ári og varð meðal annars í öðru sæti á móti í Eistlandi í sumar og komst í undanúrslit á móti í Ísrael í vor. Miðað við heimslistastöðu þeirra Carolu og Rögnu ætti Ragna að teljast sigurstranglegri fyrirfram en miðað við árangur hinnar þýsku undanfarin ár og öfluga æfingafélaga verður um erfiðan leik að ræða fyrir Rögnu. Ekki er vitað til þess að Ragna hafi mætt Carolu í alþjóðlegu móti áður.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Hellas Victor International.

Skrifađ 19. desember, 2007
ALS