Íţróttakennaranámskeiđ á Akureyri

Badmintonsamband Íslands býður íþróttakennurum á námskeið um badmintonkennslu í skólum. Námskeiðið fer fram á Akureyri fimmtudaginn 15.ágúst kl. 10-14 í samstarfi við Íþróttakennarafélag Akureyrar. Sama námskeið var haldið í Reykjavík við góðar undirtektir síðasta haust þar sem 50 kennarar tóku þátt.

Markmiðið með námskeiðinu er að kynna kennurum ýmsar leiðir til að kenna badminton á skemmtilegan hátt í bæði litlum og stórum hópum við mismunandi aðstæður. Stuðst verður við kennsluefni frá Alþjóða Badmintonsambandinu sem útbúið hefur verið í tengslum við þróunarverkefnið Shuttle Time. Þróunarverkefnið hefur það að markmiði að auka badmintonkennslu í grunnskólum um allan heim.

Kennarar á námskeiðinu verða badmintonþjálfararnir og íþróttakennararnir Irena Ásdís Óskarsdóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir. Þær hafa mikla reynslu af badmintonþjálfun og hafa sótt námskeið hjá Alþjóða Badmintonsambandinu um skólabadmintonverkefnið Shuttle Time.

Skráningar skulu sendar á netfangið bsi@badminton.is með upplýsingum um nafn, netfang og símanúmer kennara ásamt nafni skóla. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 16 kennarar og hámarksfjöldi 50 kennarar og gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá.
 
Vegna stuðnings frá Badminton Europe er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skrifađ 31. júlí, 2013
ALS